is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22072

Titill: 
  • Fóðrun hesta á húsi yfir vetrartímann
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hestamennska er íþrótt sem gengur út á samspil hests og manns. Samspilið getur verið flókið ef tryggja á að öllum þörfum hests sé mætt og nauðsynlegt er að aldrei verði stöðnun í þróun betri lífsgæða hestsins. Fóðrun er eitt það mikilvægasta í hestahaldi og vandmeðfarin. Viðfangsefni ritgerðarinnar er fóðrun hesta á húsi yfir vetrartímann og höfundur ákvað að nálgast viðfangsefnið með því að gera rannsókn á viðfangsefninu. Spurningalisti var lagður fyrir hestamenn í fjórum hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu febrúar til mars 2015. Rannsakandi heimsótti 72 hesthús og náði úrtakið til 527 hesta.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort hestamenn byggja fóðrun hrossa á einhverjum efnagreiningum við fóðrun á húsi yfir vetrartímann. Tilgangur rannsóknarinnar var jafnframt að kanna hvort fóðrunin sé í samræmi við brúkun og þjálfun hrossanna og hvort hestamenn hafi orðið varir við sjúkdóma sem geta stafað af fóðrun.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að almennt er fóðrun hesta ekki byggð á heyefnagreiningu. Aðeins 5,6% af úrtakinu hafði látið efnagreina heyið. Mikill áhugi var fyrir að nýta efnagreiningar við fóðrun (87,7%) ef hún væri til staðar. Þátttakendur sem vigtuðu gróffóðrið ofan í hesta sína voru 47,2% og bjóst rannsakandi ekki við þessari niðurstöðu, sem sýnir að fræðsla er mikilvæg fyrir hestamenn. Þekking þátttakenda á lýsi og notkun saltsteina var lítil, sem bendir til nauðsynjar á fræðslu til hestamanna um mikilvægi þeirra þegar kemur að fóðrun. Hestar í þjálfun þurfa að hafa gott aðgengi að saltsteini til að viðhalda saltþörf líkamans en því virðist vera veruleg ábótavant. Á síðustu áratugum hefur tíðni sjúkdóma farið minnkandi. Aðeins tvö tilfelli af múkki kom upp í þessari rannsókn og fjögur tilfelli af hrossasótt. Álykta má út frá niðurstöðunum að þekking hestamanna á fóðrun og fóðurþörfum sé ábótavant á mörgum stöðum. Kynna þarf heyefnagreiningu betur fyrir hestamönnum, annars er hætta á vanfóðrun eða offóðrun.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22072


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_2015_Sigridur_Birna_Bjornsdottir.pdf1.03 MBOpinnPDFSkoða/Opna