is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22077

Titill: 
  • Útivistar- og ferðamannaaðstaða í hlíðum Esju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • „Esjan er ákaflega vel staðsett andspænis Reykjavík, hún veitir
    okkur borgarbúum öryggistilfinningu án þess að vera
    uppáþrengjandi. Hún er eins og bók, við lesum hana á hverjum degi,
    textinn er aldrei sá sami á hlíðum hennar, skrifaður í litbrigðum
    birtunnar.“
    (Sigurður Pálsson, 2014, bls. 128).
    Útivistarsvæði við Esjuna hefur á seinustu árum vaxið mjög í vinsældum. Því veldur nálægð fjallsins við höfuðborgarsvæðið, nánd við ósnerta náttúru og aukinn áhugi á hreyfingu og útivist. Esjan er sterkt kennileiti við höfuðborgina, og flestir höfuðborgarbúar, ef ekki landsmenn, þekkja hana í sjón. Verkefni þetta felur í sér að auka aðdráttarafl og fjölga útivistar- og afþreyingamöguleikum í Esjuhlíðum, ásamt því að greina möguleika Rauðhóls í Esjuhlíðum sem áningarstaðar fyrir kláfsferju, svokallaða Esjuferju, sem og sjálfstæðs útivistarsvæðis. Svæðið þarf að henta bæði innlendum og erlendum ferðamönnum, auk þess sem æskilegt er að það nýtist árið um kring. Verkefnið er unnið eftir forsendum áætlaðrar Esjuferju sem Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar undirbýr að reisa í hlíðum fjallsins. Veðurfarsgreining ásamt jarðfræðigreiningu og greiningu á núverandi notkun svæðisins er partur af verkefninu, auk þess sem rýnt verður í niðurstöður áhuga- og viðhorfskannana sem framkvæmdar hafa verið. Mikið af gögnum fengust frá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar, Veðurstofu Íslands og úr bæði gildandi og drögum að skipulagsáætlunum. Gagnaöflun og greining á nærsvæði er unnin áður en vinna við skipulagstillögu hefst.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22077


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_GKO_minni.pdf5.13 MBOpinnPDFSkoða/Opna