is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22079

Titill: 
  • Heilsársnotkun í Hlíðarfjalli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ferðamönnum á Íslandi fjölgar ár frá ári og hefur Ísland orðið vinsæll áfangastaður til að heimsækja. Ferðamenn sem koma til Akureyrar yfir vetrartímann eru þeir einu sem fá að njóta Hlíðarfjalls. Eins og staðan er í dag koma fleiri ferðamenn til landsins yfir sumartímann.
    Í þessu verkefni er Hlíðarfjall á Akureyri skoðað út frá möguleika að heilsársnotkun. Notkunin á svæðinu í dag er takmörkuð við veturinn en svæðið gæti haft mikið meira upp á að bjóða á öðrum tímum ársins. Markmið verkefnis er að leita svara við því hvort heilsársnotkun á svæðinu sé möguleiki. Lítil sem engin reynsla er af heilsársnotkun á skíðasvæðum á Íslandi og fáar rannsóknir eru til um notkunarmöguleika á öðrum árstíðum. Hvort slík notkun gangi upp hér á Íslandi er því óljós.
    Í verkefninu verður Hlíðarfjall tekið fyrir og skoðað sérstaklega hvernig hægt væri að byggja upp heilsársnotkun fyrir alla aldurshópa allt árið um kring.
    Rannsóknarspurningin sem lögð var fram var:
    1. Hvernig má nýta skíðasvæði sem heilsárs útivistarsvæði?
    Til að svara rannsóknarspurningunni var farið í vettvangsferðir, svæðið myndað og greint, lesnar bækur og annað efni. Svæðið var greint eftir greiningaraðferðum Catherine Dee úr bókinni Form and Fabric in Landscape Architecture ásamt Bók Simon Bell Elements of Visual Design in the Landscape – Second Edition.
    Í lokin er lögð fram hönnunartillaga sem byggð verður á greiningum og hönnunarforsendum sem kynntar hafa verið. Tillögur verða lagðar fram, hvað hægt er að framkvæma og nýta á skíðasvæðum þegar snjórinn hverfur og gæti tillagan nýst sem fordæmi fyrir önnur skíðasvæði á Íslandi.
    Niðurstaða verkefnisins er að lokum lögð fram og sýnir að heilsárs notkun á skíðasvæðum er raunhæfur möguleiki.

Samþykkt: 
  • 16.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BShildurhafb_Minni.pdf5.82 MBOpinnPDFSkoða/Opna