is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2208

Titill: 
  • Bætir stöðugur vísbendistími frammistöðu í aðgreiningarverkefni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilraun var gerð á því hvort að sjónkerfið hafi frumstætt minniskerfi á tímaþætti sjónskynjunnar. Það er að segja hvort sjónkerfið geti lært endurtekin vísbendistíma markáreita og í kjölfar þess verði frammistaða sjónkerfisins betri í að vinna úr áreitum. Áður hefur komið í ljós að sjónkerfið kann betur við stöðugleika (consistency) áreita í umhverfinu, til dæmis ef vísbendi birtist endurtekið í sama lit. Þátttakendur voru fjórir og fór hver í gegnum 6000 umferðir í aðgreiningarverkefni þar sem átti að svara til um hvort efri hluti markáreitis hliðraðist til vinstri eða hægri fyrir ofan miðju. Markáreiti voru birt endurtekið á fjórum mismunandi tímum það er 55 ms, 110 ms, 165 ms og 220 ms. Niðurstöður sýndu fram á að eftir því sem endurtekningar vísbendistíma markáreita urðu fleiri hækkaði hlutfall réttra svara. Það er að segja að þátttakendur svöruðu réttara til um markáreitin ef að vísbendistími var stöðugur og gátu þátttakendur þar með greint betur á milli hliðranna markáreita. Út frá þessu má álykta að sjónkerfinu líkar betur við stöðugleika í tímaþætti sjónskynjunnar og hafi þar með minniskerfi sem gerir því kleift að læra stöðugar tímabirtingar áreita.

Samþykkt: 
  • 15.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2208


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna_Jonsdottir_fixed.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna