is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22121

Titill: 
  • Gagn og gaman : íslenska fyrir innflytjendafjölskyldur í gegnum leiki og listir
  • Titill er á ensku Benefit and delight : Icelandic language learning in an rt and play workshop with immigrant families
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í meistaraverkefninu er leitast við að skoða hvaða listrænu leiðir er hægt að fara í tungumálakennslu nýbúa. Markmið þess er að auðga íslenskukennslu nýbúa með listtengdum leiðum og leikjum. Í verkefninu var leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hvernig getur listræn nálgun stuðlað að því að börn hjálpi foreldrum þegar kemur að því að læra nýtt tungumál? Kemur það sér vel í tungumálanámi byrjenda að færa valdið til barna? Gæti þessi nálgun aukið samkennd og trú nemenda á eigin getu? Hvernig tekst mér að nota þessar óhefðbundnu aðferðir við að kenna nýtt tungumál?
    Tjáningarmiðlarnir voru tónlist, hreyfing, leikræn tjáning og sköpun. Leitast var við að börnin fengju að njóta sín, öðlast rödd og tjá sig á sínum forsendum, þannig var valdið fært yfir til barnanna og í því samhengi skoðaðar kenningar Paulo Freire og róttækrar kennslufræði í tengslum við valdeflingu og trú á eigið ágæti. Á námskeiði sem haldið var á leikskólanum Ösp var látið á það reyna hvort hægt væri að hrífa foreldra með til að tjá sig á íslensku í gegnum leiki við börnin. Þetta listræna fjölskyldusamvinnuverkefni var einnig hluti af Barnamenningarhátíð 2015.

  • Útdráttur er á ensku

    The master’s thesis explores an artistic approach in teaching a new language to immigrants. The goal is to enrich the experience of immigrants in learning Icelandic through methods of art education in a family workshop with young children and their parents. With this approach, the children’s delight would possibly engage the parents in learning. This workshop was a part of the 2015 Children’s Art Festival in Reykjavík. The research was based on field notes, Ipad video recordings, sound recordings and questionnaires to parents before and after the workshop. Communication was encouraged through music, movement, drama and creativity. The emphasis was on letting the children lead on their own terms and giving them a chance to express themselves freely. Thus the children where empowered according to the theories of Paulo Freire and Critical Pedagogy principles of empowerment.
    Thesis questions: How can the methods of art education be a tool to empower children to help their parents learn a new language? Is it effective to let children lead, when teaching a new language to adult beginners? Could this approach increase the students’ sense of belonging and their belief in their own ability to succeed? How do I succeed in using these differentiated methods in teaching a new language?

Styrktaraðili: 
  • Menntun núna
    Mímir-símenntun
Samþykkt: 
  • 22.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagn_gaman_berglind_fin-fin-fin.pdf8.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna