is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22167

Titill: 
  • Humar á sparikjól : birtingarmyndir húmors í hönnun Schiaparelli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Elsa Schiaparelli var ítalskur fatahönnuður sem starfaði í París og naut gífurlegra vinsælda á þriðja og fjórða áratugnum. Það var nánast fyrir tilviljun að Schiaparelli varð fatahönnuður en ævintýralegt líf hennar leiddi eitt af öðru. Hún hafði alla tíð verið mjög skapandi og listræn og undi sér vel í félagskap listamanna og vann náið með mörgum frægustu listamönnum hennar tíma, þá helst Salvador Dalí. Hún var brautryðjandi og kynnti margar framúrstefnulegar nýjungar til sögunnar sem okkur þykja sjálfsagðar í dag, og hafði mikil áhrif á tískuiðnaðinn. Schiaparelli fæddist inn í fína fjölskyldu sem tilheyrði hástéttinni en ekki leið á löngu þar til hún var farin að streitast á móti settum og þvinguðum leikreglum sem stúlka í hennar stöðu átti að fylgja, og var þessi hegðun einkennandi fyrir Schiaparelli alla tíð.
    Í þessari ritgerð vil ég rannsaka þessa spennandi týpu, sem Schiaparelli var, út frá kenningum Bourdieu um veruhátt (e: habitus) og sjá hvað mótaði þennan töffara sem tröllreið tískubransanum á sínum tíma. Enn fremur er ég æst í að skoða stefnumót húmors og tísku í sköpun Schiaparelli út frá þremur meginkenningum um húmor: Yfirlætis-, misræmis- og lausnarkenningunum. Að lokum langar mig að tengja þessi atriði við sögulegt samhengi þess tíma og bera saman við viðmið og gildi nútímans.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elsa-Vestmann-2014.pdf2.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna