is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22168

Titill: 
  • Er íslenska ullin vanmetin auðlind? : Tækifæri í breyttri framleiðslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um íslensku ullina, eiginleika hennar, meðferð á öllum framleiðslustigum, sögu ullariðnaðarins og stöðu hans í dag. Enn fremur er varpað ljósi á nýjungar í iðnaðinum og þau tækifæri sem hann stendur frammi fyrir og reynt að draga ályktanir af hvernig unnt er að stuðla að framförum í greininni með áherslu á hönnun og vöruþróun. Byggt er á prentuðum og óprentuðum heimildum en meginhluti þeirra gagna sem byggt er á í ritgerðinni eru úr viðtölum við lykilfólk í greininni.
    Meginrannsóknaspurning er hvort unnt er að bæta íslensku ullina með breyttri ræktun og framleiðsluaðferðum til að stuðla að betri og fjölbreyttari framleiðsluvörum sem auka verðmæti og bæta afkomu í greininni.
    Til að ná þessu markmiði þarf að huga að öllu ferlinu sem hefst á ræktunarstarfinu, til dæmis með markvissri ræktun feldfjár, en rúningshættir og meðferð ullarinnar skipta líka miklu máli. Sýnt er fram á að eðliseiginleikar íslensku ullarinnar, einkum skipting hennar í tog og þel, eru ýmsum kostum gæddir en ullin hefur einnig sínar takmarkanir. Grunnhráefnið, íslensku ullina, verður að bæta ef hún á að standast samanburð við erlenda keppinauta.
    Helsta niðurstaða þessarar ritgerðar er að með samstilltu átaki er nauðsynlegt að skapa betri skilyrði á ullarmarkaðnum hér á landi fyrir fleiri og fjölbreyttari framleiðendur. Hér er einkum átt við smáframleiðendur og hönnuði, sem eru líklegir til að auka grósku, vöruframboð og koma með nýjungar inn á markaðinn. Til að auka verðmæti afurða úr ull almennt er að mati höfundar nauðsynlegt að koma á laggirnar formlegum vettvangi fyrir samráð og samvinnu í greininni. Vettvangi þar sem allir helstu aðilar koma saman og móta sameiginlega langtímastefnu og aðgerðaáætlun. Ullarsetur sem rekið yrði með stuðningi stjórnvalda gæti verið slíkur vettvangur. Brýnt er að allir aðilar í ullariðnaðinum taki þátt í þessu verkefni, svo sem bændur, stórframleiðendur, kotframleiðendur, hönnuðir, handverksfólk, söluaðilar, neytendur og stjórnvöld.
    Það er mat höfundar að framangreind þróun, um aukna fjölbreyttni og fleiri framleiðsluaðila sé nauðsynleg til að ná því markmiði að bæta hráefnið og auka þar með verðmæti ullarinnar og afkomu í greininni.
    Lykilorð: íslensk ull, tog, þel, smámylla, feldfé, aðskilnaður

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Helga.pdf378.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna