is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22187

Titill: 
  • Birtingarmyndir kvenna í auglýsingum : hvernig hefur femínismi áhrif á auglýsingar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Auglýsingar eru stór hluti af menningu en menningin breytist hratt, hún mótar nýjar stefnur og áherslur í auglýsingum og vörum. Áherslubreyting hefur einmitt orðið í birtingarmyndum kvenna í auglýsingum en staða kvenna hefur breyst töluvert á síðustu 100 árum. Í þessari ritgerð verður fjallað um birtingarmyndir kvenna í auglýsingum, athugað hvernig þær hafa breyst með tímanum og spurt að því hvernig femínismi hefur áhrif á auglýsingar. Fjallað verður um mikilvæg kynjafræðileg hugtök svo sem kynjakerfið, póstfemínisma og hið karllæga augnaráð í þeim tilgangi að geta sett auglýsingar í femínískt samhengi. Saga auglýsinga og áhrif þeirra verða tekin fyrir til þess að leitast við að skilja auglýsingar og hvaða hlutverki þær gegna í samfélaginu. Í framhaldinu verða nokkrar auglýsingar teknar sem dæmi, og þær greindar út frá ofangreindum kynjafræðilegum hugtökum. Þar verða bæði auglýsingar frá því um 1950 en einnig nýrri auglýsingar, meðal annars ein frá tískurisanum Dolce & Gabbana teknar fyrir. Þannig verða nýjar og gamlar auglýsingar bornar saman og komist að því hvað hafi breyst og hvernig nýjar stefnur hafa mótast í takt við aukna femíníska orðræðu í samfélaginu. Fjallað verður um póstfemínískar auglýsingar en í þeim auglýsingum er femínísk orðræða notuð til að selja varning, en konurnar eru sýndar sem sjálfsöruggar, sjálfstæðar og kynþokkafullar. Oftar en ekki gefa þessar auglýsingar í skyn að ekki sé lengur þörf á femínisma, þar sem að konur í dag séu það sjálfstæðar og jafnvel það sjálfsöruggar að þær varði ekki um álit annarra. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að birtingarmyndir kvenna í auglýsingum hafa tekið umtalsverðum breytingum og að femínismi hefur tvímælalaust haft áhrif á þessa þróun. Einnig eru færð rök fyrir því að kaldhæðnislegt sé að nota femíníska orðræðu í þeim tilgangi að selja varning. Sérstaklega eru póstfemínískar auglýsingar þversagnakenndar vegna þess að þær segja að konur í dag séu það sjálfsöruggar og sjálfstæðar að þeim sé sama um álit annarra en á sama tíma er verið er að selja þeim varning. Slíkar auglýsingar senda konum þau skilaboð að til að öðlast sjálfsöryggi þurfi þær að kaupa sér það.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22187


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
tilbuid12des2.pdf671.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna