is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22190

Titill: 
  • Ekta upplifun? : Orðin ekta og gervi skoðuð með tilliti til mannsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Undanfarið hefur umræða um „authentic“ sótt í sig veðrið og þá í ýmisskonar samhengi, hvernig skuli lifa ekta, borða ekta og vera hinn ekta þú. Ef eitt er ekta hlýtur annað að vera óekta, þ.e.a.s. falskt eða gervi. Það er stórt verk að ætla að flokka heiminn í ekta og gervi.
    Í þessari ritgerð eru hugtökin ekta og gervi tekin fyrir og hvaða þýðingu þau hafa í tengslum við upplifun. Orðin eru skoðuð út frá bókstaflegri merkingu og hvernig heimspekilegar kenningar Umberto Eco og Jean Baudrillard flækjast í málið. Kenningar þeirra um ofurraunveruleikann er rannsakaður og dæmi skoðuð. Menningararfur í mannkynssögunni í tenglum við hugtökin eru skoðuð, hvað þótti ekta og hvernig merking orðsins hefur breyst. Rýnt er í samfélagið, samfélagsástand og liðna atburði sem hafa haft áhrif á heimssamfélagið. Svo virðist orðinu ekta hafi verið gefin laus taumur sem markaðs- og söluvara. Að lokum eru tekin dæmi úr ólíkum áttum og orðin ekta og gervi notuð þess til stuðnings. Fjallað er um sýninginuna Fantoom eftir hönnunarstúdíóið Glithero, torfbæinn og menningarsetrið Íslenski bærinn og að lokum er listaverkið Riverbed eftir listamanninn Ólaf Elíasson tekið til skoðunar. Markmið ritgerðarinnar velta upp þeirri spurningu hvaða vægi orðið ekta hefur þegar hönnun er annarsvegar.
    Lykilorð: upplifanir, uppruni, eftirlíkingar

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerdaudur.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna