is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22193

Titill: 
  • Svipmyndir úr framtíðinni : greining á vísindakvikmyndum og samanburður við okkar veruleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vísindaskáldskapur er sá flokkur sem tekst hvað mest á við breytingar í umhverfi okkar, en hann er í raun vangaveltur um framtíðina. Í raun hafa öll verk innan flokksins einhverskonar tengingu við okkar eigin veruleika. Skáldverk á sviði vísindaskáldskapar takast við hluti sem gætu eða gætu ekki gerst í framtíðinni. Þannig er þetta frásagnaform leið fyrir manninn til þess að takast á við umhverfi sitt og velta fyrir sér möguleikum framtíðarinnar. Fjölmargir undirflokkar einkenna grein vísindaskáldskapar en sá flokkur sem fjallað verður um er sæberpönk flokkurinn, sem hefur hvað mesta tengingu við okkar samfélag. Sæberpönk gerist yfirleitt í náinni framtíð og stöðu mannsins í tæknivæddum heimi. Í þessari ritgerð verða valin verk tekin til greiningar og þau borin saman við tæknimenningu okkar heims. Þar má nefna sæberpönk kvikmyndirnar Blade Runner (1982), Gattaca (1997), Minority Report (2002) og A Scanner Darkly (2006). Við greiningu er leitast eftir hugmyndum sem hafa sér einhverskonar hliðstæðu í okkar veruleika og leitast eftir hvort eitthvað hefur verið spáð fyrir í þessum vísindakvikmyndum. Einnig verður fjallað um tengingu flokksins við sjónmenningarfræði og sjónræni þáttur tölvunnar. Að lokum verður grafísk hönnun skoðuð með áheyrslu á sjónræna þátt tölvunnar og niðurstöður kvikmyndagreiningarinnar tengdar þar við einnig.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eysteinn+Þo$0301rðarson+Lokaritgerð.pdf530.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna