is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22195

Titill: 
  • Pils og karlmenn : tíska sem umbreytingarafl
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í samfélagi nútímans elst fólk upp við þann sannleik að margar flíkur séu einungis ætlaðar einu kyninu. Gott dæmi um slíka flík myndi vera pils eða kjólar. Þessar flíkur hafa mjög samfélagslega sterka tengingu við hið kvenlega, svo sterka að ef við sjáum manneskju í fjarska í slíkri flík gerum við ráð fyrir að það sé kvenmaður. En í sögulegu og veraldlegu samhengi er þetta ekki heilagur sannleikur þar sem að sagan sýnir að karlmenn hafa margir gengið í flíkum sem svipar til pilsa eða kjóla. Hefð karlmanna að ganga í kjólum viðgengst enn þann dag í dag í mörgum samfélögum heimsins. Samkvæmt þessu er þá hægt að flokka pils eða kjóla sem kynjaða flík?
    Í þessar ritgerð verður leitast við til að svara þeirri spurningu. Til þess að gera það þurfum við að kryfja sögu tískunnar. Líta inn í hugarheim hönnuða til þess að skilja hugsunarhátt þeirra. En í lokin þurfum við að skoða tískuheiminn og hugtakið kyn á gagnrýnan hátt út frá kenningum um neyslusamfélagið og kenningum Judith Butler um gjörningaeðli kyngervis. Einnig verður kafað í hugar heim Jean Paul Gaultier og fræðst um óhefðbundnar aðferðir hans við hönnun - eða skjönun hans á svo kölluðum kynjuðum flíkum.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Pilsogkarlmenn-BirkirSveinbjörnsson.pdf2.17 MBLokaður til...13.12.2109HeildartextiPDF