is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22228

Titill: 
  • Átrúnaður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér verður fjallað um valdið sem felst í sköpun átrúnaðar. Hvort sem það sé trú á Jesús Krist eða ofsadýrkun á popp-stjörnu, þá hefur vald svo til kominna átrúnaðaragoða verið misnotað. Það er alltaf hægt að græða, alltaf hægt að auka lífsgæði sín ef tækifærið gefst. Við lifum ein að þessu leiti - ein í okkar samkeppni og metnaði, ein í græðginni. En í söfnuðinum erum við partur af heild. Við erum þar öll saman komin, hver einn og einasti allavega með það sameiginlegt að vera partur af heildinni. Og það er í heildinni okkar sem valdið liggur, valdið sem hægt er að nota til góðs eða ills. Við sameinumst og stöndum saman á mörgum mismunandi stöðum og aðstæðum hvar sem er í heiminum, en samstaðan sem myndast í trúarsöfnuðum jafnt sem og popp-stjörnu aðdáendahópum er sér á báti. Rökhyggjan víkur fyrir heilögum sannleikum og óbrygðulu trausti tilbiðjenda þessara hópa. Milljónir glepjast við síendurtekinni afþreyingarmenningu nútímans á sama hátt og trúræknir forfeður okkar leyfðu öflum kirkjunnar að hafa ráð yfir lífi sínu. Sagna-, stjórnunar- og sölulist eru notaðar í þessum tilvikum til árangurs, verkfærin sem þarf til sköpunar átrúnaðar.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-RITGERD ANTONLOGI.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna