is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22279

Titill: 
  • Aðild að barnaverndarmálum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hverjir geta átt aðild að barnaverndarmálum er varða vistun barns utan heimilis skv. 25., 27., 28. gr., forsjársviptingu skv. 29. gr. og umgengnisrétt skv. 74. og 81. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
    Ritgerðin byrjar á inngangi þar sem rannsóknarverkefnið er kynnt. Í öðrum kafla er aðildarhugtakið skilgreint og farið yfir þau sjónarmið sem gilda við mat á aðild. Í þriðja kafla er gerð grein fyrir þeim barnaverndarmálum sem til skoðunar eru og varða vistun barns utan heimilis, forsjársviptingu og umgengnisrétt, ásamt þeim málsmeðferðarreglum sem gilda við meðferð barnaverndarmála. Í fjórða kafla er aðild að barnaverndarmálum á Norðurlöndunum skoðuð. Í fimmta kafla er kannað hverjir geta átt aðild að barnaverndarmálum er varða fyrrgreindar ákvarðanir og leitað svara við því út frá barnaverndarlögum, réttarframkvæmd og almennum sjónarmiðum stjórnsýsluréttarins sem gilda við mat á aðild.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að aðildarhugtakið er túlkað þröngt í barnavernd vegna þeirra íþyngjandi ákvarðana sem barnaverndarnefndir hafa heimild til að taka sem snerta viðkvæma og persónulega hagsmuni aðila máls. Aðild að vistunar- og forsjársviptingarmálum er því einungis bundin við þá sem fara með forsjá barns og sem barnaverndarnefnd beinir ákvörðun sinni að, ásamt því barni sem málið varðar hafi það náð 15 ára aldri. Þegar barnaverndarnefnd tekur ákvörðun um vistun barns utan heimilis ber einnig að taka afstöðu til umgengni við barn í vistun. Aðild að umgengnisréttarmálum er hins vegar metin með rýmri hætti út frá orðalagi 74. og 81. gr. bvl. þannig eiga foreldrar aðild að umgengnisréttarmálum óháð forsjá barns ásamt barni sem náð hefur 15 ára aldri og er vistað utan heimilis. Einnig geta aðrir þeir sem uppfylla skilyrði sem nákominn aðili og óska eftir umgengni við barn átt aðild, auk fósturforeldra sem hafa tekið að sér barn í varanlegt fóstur

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to examine who can be a party of a child protection case when children are placed outside of their home, in case of deprivation of custody and the right of conduct according to the Child Protection Act no. 80/2002.
    The thesis begins with an introduction in which the research is presented.
    In the second chapter the term party is defined and the considerations that apply to the evaluation of the party are reviewed. In the third chapter the welfare issue, the placement of child outside the home, deprivation of custody and the right of conduct will be examined. In the fourth chapter party to a child protection case in the Nordic countries will be examined. In the fifth chapter we will still seek to answer the question who is likely to be a party of a child protection case regarding the cases previously mentioned.
    The conclusion of the thesis is that the term party shall be interpreted narrowly in child protection cases because of the delicate and personal interest that they concern. The party of a child protection case when a child is placed outside of their home and regarding the deprivation of custody is mainly restricted to those who have custody of the child and the welfare committee directs its decision to, and a child aged 15 or older. The act of right of conduct, however gives room for wider interpretation when evaluating a party to a case and those who have the right to conduct can also be a party of that case, such as parents regardless of custody, a child aged 15 or over, a person who meets the condition of a close member an request access to the child and foster parents who have a child in permanent foster care.

Samþykkt: 
  • 29.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð_loka_yfirfarið.pdf659.08 kBLokaður til...14.05.2035HeildartextiPDF