is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22382

Titill: 
  • Þjónandi forysta og rannsóknir hér á landi
  • Titill er á ensku Servant leadership and research in Iceland
Útgáfa: 
  • Desember 2013
Útdráttur: 
  • Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem varpar nýju ljósi á kenningar í stjórnunar- og leiðtogafræðum. Einstakar áherslur hennar eru þjónusta með siðfræði og ábyrgð sem grunnstoðir og hagsmuni heildar framar þrengri hagsmunum. Upphafsmaður hugmyndafræðinnar er Robert K. Greenleaf. Helstu einkenni þjónandi leiðtoga er einlægur áhugi á högum annarra, innri styrkur og framtíðarsýn. Rannsóknum um efnið hefur fjölgað undanfarin ár og sýna niðurstöður að hugmyndafræðin hefur jákvæð áhrif á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og árangur þeirra, líðan starfsfólks og traust í samskiptum. Samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna á hugmyndafræðin ríkt erindi í íslensku samfélagi. Til að kanna þetta nánar voru gerðar átta kannanir á mismunandi vinnustöðum hér á landi á árunum 2008 – 2012. Viðhorf starfsfólks til þjónandi forystu næsta yfirmanns voru metin með nýju hollensku mælitæki, SLS. Starfsánægja var metin og könnuð tengsl hennar við mat starfsfólks á þjónandi forystu. Birtar eru helstu niðurstöður sem sýna að starfsfólk metur þjónandi forystu almennt all nokkra og mesta vægi fá þættirnir efling og ábyrgð í fari næsta yfirmanns. Starfsánægja var almennt mikil og var marktækt tengd þjónandi forystu og samræmist það erlendum niðurstöðum. Jákvæðar niðurstöður íslensku kannananna gefa fyrirheit um árangursríka stjórnunarhætti á vinnustöðum hér á landi en unnið er að frekari rýni og samanburði við erlendar niðurstöður.

  • Útdráttur er á ensku

    Servant leadership is a philosophy that sheds a new light on theories on management and leadership. Particular emphasis is on service as founded on ethics and accountability with focus on the greater good prior to narrow interests. The pioneer of the philosophy is Robert K. Greenleaf. The main characteristics of servant leadership are intrinsic interest in others, inner strength and foresight. Research on the topic has increased the past years and results show that the philosophy is positively linked to corporate social responsibility, profit as well as staff wellbeing and trust in relations. Recent studies indicate that the philosophy can be beneficial for Icelandic society. To explore this further eight surveys have been conducted in different workplaces, years 2008 – 2012. Staff views towards servant leadership of next superior were investigated using a recent Dutch instrument, SLS. Job satisfaction was measured and the link towards staff views on servant leadership. Key findings are presented showing that staff views indicate somewhat high levels of servant leadership and the highest scores are for the factors on empowerment and accountability among next superiors. Job satisfaction is overall measured high and significantly linked to servant leadership supporting prior research in other countries. Findings from the Icelandic surveys provide potentials for successful management and leadership in local workplaces but further analysis is in the process as well as comparison towards findings from other countries.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2013, 9(2): 415-438
ISSN: 
  • 1670-679X
ISBN: 
  • 1670-6803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 23.7.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22382


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2013.9.2.8.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna