EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2239

Title
is

Veröld skapandi hugsunar

Abstract
is

Í þessari ritgerð verður leitað svara við þeirri spurningu hvort myndsköpun sé börnum mikilvæg leið til náms og þroska. Markmiðið er að fjalla um þá þætti og þær leiðir sem stuðla að skapandi hugsun barnsins. Ljósi verður varpað á hugmyndafræði Lowenfelds og Brittains um teikniþroska barna og gerð verður grein fyrir mikilvægi myndsköpunar á hinn ört vaxandi huga. Menningarheimur Egypta til Forna verður til skoðunar, en list þeirra á margt sameiginlegt með myndsköpun og teikniþroska barna. Listin verður einnig til umfjöllunnar, en með modernismanum breyttist viðhorf til barnsins og listarinnar sem leiddi til nýrra hreyfinga og síbreytilegra isma sem markaði djúp spor í sögu listarinnar. Litið verður inn í hinn skapandi huga barnsins, en til að skyggja ekki á hinn frjóa hugarheim þess þarf hinn fullorðni bæði að stíga til hliðar og nálgast barnið útfrá forsendum þess. Með breyttu viðhorfi til barnsins hafa orðið til kenningar og hugmyndafræði sem styðja og styrkja barnið til áframhaldandi vaxtar og þroska. Í Reggio Emilia er barnið í brennidepli og í hugmyndafræðinni fær barnið tækifæri til að nýta sér allar mögulegar tjáningaleiðir sem opnar barninu nýja sýn. Fjölgreindarkenning Gardners víkkar sýnina á mannlega möguleika út fyrir takmarkanir svokallaðrar greindarvísitölu. Tilgáta Gardners felst í því að maðurinn búi ekki aðeins yfir einni ákveðinni greind heldur mörgum sem vinna saman á flókinn hátt. Að lokum verður fjallað um mikilvægi góðrar sjálfsmyndar, en sjálfsmynd barnsins skapast að verulegu leyti á viðhorfum þeirra sem skipta barnið mestu máli. Miklu skiptir að barnið njóti virðingar og væntumþykju en þannig eflist sjálfsmynd barnsins sem opnar því leiðir að veröld skapandi hugsunar.

Issued Date
21/04/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
SifAG_BEdritgerd_2... .pdf703KBOpen Veröld ... heildartexti PDF View/Open
SifAG_Forsida_fixed.pdf29.2KBOpen Veröld ... forsíða PDF View/Open