is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22410

Titill: 
  • Þekking barna á næringu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Næring er stór hluti af lífi hvers manns og er hún mikið í umræðunni. Það getur verið erfitt fyrir einstaklinga að meta skilaboðin sem þeir fá úr samfélaginu, tileinka sér heilsusamlegan lífstíl og næringarvenjur sé viðeigandi þekking á næringarfræði ekki til staðar.
    Því þykir áhugavert að kanna hversu mikla þekkingu börn hafa á næringu. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hver þekking barna í tíunda bekk sé á helstu atriðum næringarfræðinnar er??,
    hvort munur sé á þekkingu á næringarfræði eftir því hvort stundaðar séu íþróttir með íþróttafélagi eða ekki og hvort munur sé á neysluvenjum eftir þekkingu á næringarfræði.
    Aðferð: Notast var við megindlega rannsóknaraðferð. Spurningalisti sem samanstóð af 25 spurningum var lagður fyrir 132 börn sem valin voru með hentugleikaúrtaki, 68 stelpur og 64 strákar í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Við greiningu ganga var unnið með tölfræðiforritið Statistical Package for Social Sciences (SPSS).
    Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að þekking var almennt sæmileg þar sem þátttakendur svöruðu að meðaltali 10,23 spurningum rétt eða um 64%. Munur var á þekkingu þeirra sem stunda íþróttir með íþróttafélagi 1-3 í viku og þeirra sem stunda íþróttir með íþróttafélagi fjórum sinnum í viku eða oftar. Einnig var munur á neysluvenjum eftir þekkingu þar sem þeir sem svöruðu fleiri réttum spurningum borða sjaldnar skyndibitamat og oftar ávexti.
    Ályktun: Út frá niðurstöðum telja rannsakendur að þörf sé á frekari rannsóknum á viðfangsefninu. Þekking á næringu er mikilvæg þegar kemur að mótun næringarvenja og hvernig lífstíl einstaklingar þróa með sér. Það er því mat rannsakenda að næringarfræði ætti að vera eitt af skyldufögunum í grunnskóla og stærri hluti af aðalnámskrá.

Samþykkt: 
  • 4.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þekking barna á næringu.pdf636.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna