is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22435

Titill: 
  • Lífsstílsbreyting til framtíðar hjá of feitum einstaklingi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var einn þátttakandi þjálfaður í þrjá mánuði. Þátttakandi var 27 ára karlmaður í ofþyngd (154kg) og var markmiðið að innleiða eins mikla breytingu á lífsstíl og unnt væri yfir þessa þrjá mánuði. Verkefnið var unnið sem hluti af eins árs markmiði. Þátttakandinn fékk líkamlega þjálfun og ráðgjöf varðandi mataræði. Fyrir þjálfun var þátttakandi vigtaður og mælt var mittisummál. Einnig var fylgst með árangri hans í líkamsrækt og var bæði fylgst með breytingu á styrk og þoli. Niðurstaðan var sú að rannsakendum tókst ekki að létta þátttakanda en tóks samt að stöðva þá stöðugu þyngdaraukningu sem hafði átt sér stað á árunum fyrir rannsókn. Við lok rannsóknar var þátttakandi einnig farinn að stunda líkamsrækt og borða hollari mat heldur en áður. Þátttakandi náði svo góðum árangri í þeim æfingum sem hann stundaði í líkamsrækt yfir þennan tíma. Þar má taka bekkpressu sem dæmi en þar fór þátttakandi úr 60kg upp í 105kg á þessa þriggja mánaða tímabili. Þeir þættir sem rannsakendur telja að hafi komið í veg fyrir betra gengi voru félagslegir og sálfræðilegir þættir. Þetta verkefni gæti reynst góður grunnur fyrir áframhaldandi þjálfun til eins árs.

Samþykkt: 
  • 18.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LofturogJohann-22-_TURNITIN.pdf932.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna