is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22442

Titill: 
  • Staða kvenna í stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hver staða kvenna í stjórnum innan íslensku íþróttahreyfingarinnar er, hvað það er sem stuðlar að og hvað stuðlar ekki að þátttöku kvenna í stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar og að komast að því hvernig hægt er að fjölga konum í stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar. Rannsóknin var unnin á vorönn 2015, annars vegar voru notaðar megindlegar rannsóknaraðferðir til að komast að stöðu kvenna innan íþróttahreyfingarinnar og hins vegar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir notaðar til að komast
    að upplifun kvenna í stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar.
    Helstu niðurstöður voru að konur voru 27% stjórnarmeðlima í framkvæmdarstjórn ÍSÍ, 26% stjórnarmeðlima í sérsamböndum ÍSÍ og 29% stjórnarmeðlima í nefndum og ráðum innan ÍSÍ.
    Einnig voru konur um 44% formanna íþróttahéraða innan ÍSÍ.
    Tekin voru viðtöl við átta konur sem komu að stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar. Viðmælendur voru sammála um að stjórnarstarfið væri skemmtilegt og að það væri mikilvægt að hafa konur í stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar, en þær eru ekki að sækjast eftir stöðum nema þær séu beðnar um það.
    Viðmælendur ræddu einnig um áhrif vegna ímyndar kvenna
    þegar kemur að störfum kvenna innan heimilisins og að hefðir væru hindranir. Lausnir líkt og að vekja athygli á stöðunni og kynjakvóti voru nefndar til að bæta ástandið. Með niðurstöðum má álykta að konur eru í minnihluta í stjórnum innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 18.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staða_kvenna_í_stjórnum_innan_íþróttahreyfingarinnar_á_Íslandi_Svana.pdf538.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna