is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22449

Titill: 
  • Ungur nemur, gamall temur : hvernig þarf að styðja við lestrarnám barna með ADHD á mótum leik- og grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Ég ætla að fjalla um ADHD einstaklinga og hversu mikilvægt er að undirbúa þau fyrir lestrarnám og aðlaga umhverfið og kennsluhætti að þeirra þörfum. ADHD börn eru í miklum meirihluta þeirra sem eiga við námsörðugleika að etja.
    Einstaklingar sem greinast með ADHD röskun hafa minni félagslega hæfni og slakt sjálfsmat og fá iðulega neikvæð viðbrögð frá umhverfinu vegna hegðunarmynsturs síns. Þau þurfa öðruvísi og markvissari kennslu í félagshæfni og það þarf að kenna þeim að lesa í tilfinningar annarra og umhverfið. Kennslurýmið þarf að laga að þörfum þeirra og miklu máli skiptir að traust og hlý samskipti myndist milli kennara og barns.
    Mikilvægt er að leiða þau áfram með jákvæðri styrkingu sem eflir sjálfsmynd þeirra. Það er gott hjálpartæki fyrir kennara að fá einstaklingsáætlun (virknimat) til að vinna eftir. Huga þarf sérstaklega vel að því að skólaskiptin milli leik- og grunnskóla gangi vel fyrir sig.
    Starfsfólk grunnskólans þarf að vera vel upplýst um raskanir barnsins og hvernig aðlaga þarf bæði kennsluhætti og umhverfið að þörfum þess. Skólinn þarf að hafa tilbúinn verklagsferil sem heldur utan um ADHD nemendur um hvernig best sé að haga kennslu og sér kennsluúrræðum, ef þörf er á. Mikilvægi þess að vel takist til, getur skorið úr um hvernig barninu vegnar í grunnskólanum og hvort það fari í framhaldsnám.
    Samvinna við foreldra ADHD barna þarf að vera öflug og meiri en við aðra foreldra. Samfélagsleg tækni auðveldar þessi samskipti svo sem farsímar, tölvupóstar og skólanetið. Miklu skiptir að samskiptin séu byggð á jákvæðni, trausti og faglegum grunni.

Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð, Sigríður Anna, 24.01.15. docx.pdf888.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna