is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22456

Titill: 
  • Tvíþættur vandi ungmenna : úrræði og aðstæður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tvíþættur vandi er vaxandi vandamál sem beint hefur verið sjónum að í um þrjá áratugi. Nokkur ár eru síðan byrjað var að rannsaka tvíþættan vanda og skoða tengslin milli geðraskana og vímuefanvanda. Þetta mál hefur þó aðallega verið rannsakað í Bandaríkjunum. Tvíþættur vandi hefur áhrif á allt samfélagið þar sem einstaklingur með vandan þarf að takast á við neikvæðar hliðar bæði vímuefnavanda og geðræns vanda. Þeir einstaklingar sem glíma við tvíþættan vanda eiga í hættu á að finna fyrir mikilli vanlíðan og auknu þunglyndi sem getur leitt til sjálfsvígs.
    Þrátt fyrir að skortur væri á rannsóknum á meðferðum sem vinna með bæði vímuefnavandann og geðræna vandann í einu, virðast rannsakendur vera sammála um að ákveðin skilyrði séu nauðsynleg til að unnt sé að byggja upp meðferð fyrir einstakling með tvíþættan vanda. Í fyrsta lagi eru þeir sammála um að sjúklingur með tvíþættan vanda þarfnist meðferðar sem er sértæk og samhæfir þær ólíku nálganir sem í boði eru. Einnig eru þeir sammála um að meðferð ætti að miða að þörfum einstaklingsins og þroska hans í meðferðinni. Til þess að ná þessu markmiði væri hægt að sameina þær ólíku meðferðir sem til staðar eru.
    Þau úrræði sem eru til staðar á Íslandi fyrir einstaklinga með tvíþættan vanda eru af skornum skammti. Þegar ungmenni með tvíþættan vanda eru svo aftur á móti skoðuð eru úrræðin enn færri. Þetta gæti verið af þeim sökum að málefnið hefur ekki verið mikið rætt hérlendis fyrr en á síðustu árum og þá sérstaklega síðan árið 2013 þegar samtökin Olnbogabörn litu dagsins ljós, en þau skipa mæður barna og ungmenna með áhættuhegðun. Samtökunum er meðal annars ætlað að halda úti málefnalegri umræðu og opna með því vettvang um málaflokkinn og beita yfirvöld þrýstingi til þess að bæta úrræði sem standa þessum einstaklingum til boða.

Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22456


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aníta-Ösp-Ómarsdóttir-og-Eyja-Eydal-Björnsdóttir-Lokaritgerð.pdf523.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna