is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22512

Titill: 
  • Eldum saman : mikilvægi þess að elda með börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er 10 ECTS lokaverkefni til B.Ed gráðu í grunnskólakennslufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2015. Verkefnið Eldumsaman skiptist í tvennt, annarsvegar heimasíðuna www.eldumsaman.is og hinsvegar greinagerð um verkefnið. Á heimsíðunni er að finna uppskriftir sem henta vel þegar eldað og bakað er með börnum. Þar eru einnig fræðandi kennslumyndbönd sem börn geta nýtt sér við matreiðslu og bakstur. Myndböndin geta einnig nýst heimilisfræðikennurum við kennslu, foreldrum eða hverjum sem er. Markmiðið er að sýna foreldrum og uppalendum fram á mikilvægi þess að leyfa börnum að hjálpa til og fylgjast með matreiðslunni á heimilinu. Við gerð verkefnisins og val á uppskriftum hafði ég í huga að hafa uppskriftirnar fjölbreyttar og í hollari kantinum og sýna mismunandi tækni við matreiðslu og bakstur. Greinargerðinni sem fylgir heimasíðuni er ætlað að styðja við heimasíðuna eldumsaman.is og sýna fram á tilgang þess og gleðina sem fylgir því að elda með börnum og velja holla og fjölbreytta fæðu fyrir þau. Í greinagerðinni verður einnig fjallað um heim Internetsins og hvernig tæknin þar virkar fyrir þá sem halda úti heimasíðum

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
eldumsaman_lokaskil.pdf349.09 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna