is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22526

Titill: 
  • Agi og bekkjarstjórnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Af eigin reynslu í starfi mínu sem leiðbeinandi í kennslu samhliða námi mínu hef ég séð hversu flókið og vandasamt verk bekkjar- og agastjórnun getur verið og ákvað þess vegna að skrifa um það viðfangsefni. Ég vildi læra hvaða aðferðum hægt er að beita og hvernig best sé að koma til móts við þarfir nemenda í rólegu og góðu námsumhverfi. Kennari þarf að kunna margar aðferðir til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp sinn. Best er að setja reglur í samvinnu með nemendum en þær þurfa að vera einfaldar með skýrum tilgangi. Gagnkvæm virðing þarf að ríkja á milli starfsfólks og nemenda svo að samskiptin séu góð og uppbyggileg. Leiðbeina þarf nemendum hvernig eigi að fara eftir fyrirmælum og leiðrétta óæskilega hegðun þegar hún á sér stað. Góð hegðun er styrkt með hrósi eða öðrum jákvæðum aðferðum. Beita þarf fjölbreyttum kennsluaðferðum og einstaklingsmiða kennsluna því allir eiga rétt á námi sem byggist á þeirra eigin forsendum. Þeir kennarar sem búa yfir þekkingu á þessu sviði eru líklegri til að ná árangri og nám nemenda verður meira og upplifun þeirra á skólagöngunni jákvæðari. Það er öllu samfélaginu til bóta að börn og ungmenni komi jákvæð út í lífið eftir grunnskólann og tilbúin til þess að takast á við ný og krefjandi verkefni.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Agi og bekkjarstjórnun - Erla Jóhannsdóttir 1.pdf317.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna