is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22533

Titill: 
  • „Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt."
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einelti hefur verið rannsakað töluvert í gegnum árin. Þó hefur lítið verið rannsakað hvort einelti sé falið og ef svo er, af hverju það er falið og hverjar algengustu birtingarmyndir eineltis eru. Markmið þessa verkefnis er að vekja til umhugsunar um einelti, að við verðum betur í stakk búin að koma auga á það með því að þekkja birtingarmyndir þess. Jafnframt er markmiðið að átta sig á því hvort einelti sé falið. Til að svara þessum spurningum var notast við ritrýndar tímaritsgreinar ásamt öðru efni. Niðurstöður benda til að algengustu birtingarmyndir eineltis séu alls sex talsins; beint og óbeint einelti, rafrænt einelti, kynferðislegt og kynþáttaeinelti og hópeinelti. Þá kom í ljós að einelti er töluvert falið og má rekja það til þeirrar skammar og hræðslu sem þolendur eineltis upplifa þegar þeir eru lagðir í einelti. Mikilvægt er að þekkja birtingarmyndir eineltis svo hægt sé að greina á milli þess um hvort stríðni eða einelti sé að ræða, koma þannig betur auga á einelti og ná að uppræta það.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22533


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_PDF.pdf556.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna