is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22548

Titill: 
  • Tengsl átkastaröskunar og lyfjameðferðar hjá ungu fólki með geðrofssjúkdóma í endurhæfingu á geðsviði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur : Þekkt er að geðrofslyfjameðferð valdi þyngdaraukningu og þá sérstaklega annarrar kynslóðar lyfin og þrátt fyrir miklar rannsóknir er ekki ljóst hvað veldur. Tengsl átröskunarhegðunar og geðrofslyfjameðferðar er ekki þekkt. Átkastaröskun, einkennist af endurteknum lotum af átköstum án losunarhegðunar (uppköst) eða sveltis, hefur nýlega verið skilgreind sem sérstök átröskun með sérstökum greiningarviðmiðum í DSM-5 flokkuninni. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni átkastaröskunar, (e. binge eating disorder) hjá fólki á geðrofslyfjameðferð og sjá hvort tíðnin væri hærri en búast mætti við.
    Efniviður og aðferðir : Rannsóknin var framskyggn og var upplýsingum safnað með viðtali og úr sjúkrarskrám. Þáttakendur voru þjónustuþegar á Laugarásnum meðferðargeðdeild sem er deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma. Rannsóknin var kynnt fyrir starfsfólki og þjónustuþegum deildarinnar Endanlegt úrtak var 29 manns, og voru það þeir sem samþykktu þáttöku og þæginlegast var að ná í.
    Niðurstöður : Úrtakið skiptist í 23 karlmenn og 6 konur og var meðalaldur 23,5 ár. Alls voru 19 (65,5%) með greininguna geðklofa (e.schizophrenia), 3 (10,3%) með ótilgreint ólífrænt geðrof (e.unspecified unorganic psychosis), 2 (6,9%) með geðhvörf (e.bipolar disorder), 2(6,9%) með brátt og skammvinnt geðrof óskilgreint (e.acute brief psychosis) og 1 (3,4%) með geðhvarfaklofa (e.schizoaffective disorder). Farið var með þá sem upplifðu það að missa stjórn á því hvað þeir borðuðu mikið í gegnum greiningarviðmiðin fyrir átkastaröskun eða alls 9 þáttakendur. Tíðni átkastaröskunar í úrtakinu mældist 12% eða 3 einstaklingar, sem allir voru karlmenn. Um þriðjungur úrtaksins var í yfirþyngd skv. líkamsþyngdarstuðli BMI og allir þeir sem uppfylltu greiningarviðmið fyrir átkastaröskun voru í offituflokki.
    Ályktanir : Meirihluti hópsins voru karlmenn og þeir 3 sem uppfylltu greiningarviðmiðin fyrir átkastaröskun voru allt karlmenn sem endurspeglar kynjahlutfallið á Laugarásnum meðferðargeðdeild þar sem meirihluti þjónustuþega eru karlmenn.Tíðnin mældist hærri í úrtakinu okkar en tíðni í almennu þýði sem er 1,5-2%. Tveir þeirra sem fóru í gegnum greiningarviðmiðin sýndu mikla átkasta hegðun en uppfylltu ekki greiningarviðmiðin fyrir BED.

Samþykkt: 
  • 25.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_HelgaMA.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna