is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22608

Titill: 
  • Samrunar og yfirtökur: Hver er sigurvegarinn?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er réttmæt krafa hluthafa að hagsmunum þeirra sé gætt í hvívetna. Viðskipti samruna og yfirtaka eru til þess fallin að skila hluthöfum beggja félaga virðisaukningu. Undanfarna áratugi hefur samrunum og yfirtökum fjölgað mjög. Rannsóknarspurning þessara rannsóknar er hvor hluthafahópur samruna og yfirtaka er sigurvegari viðskiptanna útfrá hlutabréfaverði félaganna. Til þess að svara spurningunni á réttmætan hátt voru tvö tímabil skoðuð. Rýnt var í þróun hlutabréfaverðs yfirtekinna félaga og yfirtökufélaga til skamms- og langs tíma. Einblínt var á verðmæta erlenda samninga skráðra félaga á hlutabréfamarkaði. Ritgerðin hefst á fræðilegri umfjöllum. Fjallað verður almennt um samruna og yfirtökur, yfirtökuálag, rýnt verður í söguna og að lokum verður fjallað um árangursríkt ferli samruna og yfirtaka. Rannsóknarspurningunni verður svarað í seinni hluta ritgerðarinnar. Viðbrögð hlutabréfamarkaða við tilkynningu um samruna eða yfirtöku voru skoðuð til skamms tíma. Greiningin byggist á staðlaðri aðferðafræði atburðarannsókna. Áhrif viðskiptanna til langs tíma voru metin útfrá þróun hlutabréfaverðs félaganna. Til samanburðar um ávöxtunar sama markaðar á sama tímabili var hlutfallslegri ávöxtun beitt. Hlutabréfavísitala þess markaðar sem yfirtökufélagið var skráð á var notað sem viðmiðið um ávöxtun markaðarins. Niðurstöður gefa eindregið til kynna að hluthafar yfirtekinna félaga séu óumdeildir sigurvegarar samruna og yfirtaka. Það þýðir þó ekki að viðskiptin leiði að jafnaði til virðisskerðingar fyrir hluthafa yfirtökufélaga. Til langs tíma sýndu niðurstöður þróunar hlutabréfaverðs beggja félaga hærri ávöxtun en hlutabréfavísitala sama markaðar.

Samþykkt: 
  • 31.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22608


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_Birgirolafsson.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna