is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22609

Titill: 
  • Efnismarkaðssetning hjá íslenskum fyrirtækjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á notkun efnismarkaðssetningar (e.Content Marketing) hjá íslenskum fyrirtækjum. Efnismarkaðssetning snýst um að framleiða skemmtilegt og áhugavert markaðsefni sem síðan er miðlað til neytenda svo úr verði möguleg viðskipti. Í ritgerðinni er farið yfir helstu þætti sem vert er að huga að við framkvæmd efnismarkaðssetningar. Höfundur hafði samband við innlenda og erlenda sérfræðinga í efnismarkaðssetningu og fékk þeirra skoðun á efninu. Einn þeirra er Joe Pulizzi, stofnandi og eigandi Content Marketing Institute sem er ein stærsta kennslu- og upplýsingasíða um efnismarkaðssetningu í heiminum. Einnig var framkvæmd rannsókn þar sem kannað var hvernig efnismarkaðssetningu er háttað hjá íslenskum fyrirtækjum. Rannsóknin var framkvæmd með notkun spurningalista sem sendur var út á íslenskt markaðsfólk. Kannað var hvort fyrirtækin
    stundi efnismarkaðssetningu, hvort árangurinn sé mældur, hvort fyrirtækin greini aukningu í sölu og hvaða markaðstól og dreifileiðir eru notaðar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að meirihluti íslenskra fyrirtækja noti efnismarkaðssetningu í sínu markaðsstarfi og sjái aukningu í sölu á vöru og þjónustu af notkun hennar. Athygli vekur að mælingar á árangri eru ekki háðar því hvort fyrirtæki séu með sérstakan hóp sem sér um efnismarkaðssetningu fyrirtækisins. Þá er heldur ekki samband á milli árangurs mælinga og þess magns markaðsefnis sem fyrirtæki framleiða. Flest fyrirtæki nota samfélagsmiðlaefni, myndir og myndbönd við markaðssetningu og telja það einna árangursríkast. Helstu dreifileiðir eru Facebook, Twitter, YouTube og Instagram.

Samþykkt: 
  • 31.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
security BSc ritgerð efnismarkadssetning lokaskil 15mai2015 JRJ final.pdf10.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna