is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22631

Titill: 
  • Áhrif stafrænna miðla á almenna kauphegðun neytenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Miklar tækniframfarir síðustu áratugi hafa breytt viðskiptaháttum og upplýsingaflæði milli neytenda og fyrirtækja. Aukin notkun neytenda á stafrænum miðlum hefur valdið því að starfsemi fyrirtækja hefur tekið miklum breytingum. Góð frammistaða fyrirtækja á stafrænum miðlum er farin að skipta fyrirtæki miklu máli í viðskiptaumhverfi dagsins í dag.
    Viðfangsefni ritgerðarinnar var að rannsaka áhrif stafrænna miðla á almenna kauphegðun neytenda. Ritgerð þessi var skrifuð með það að markmiði að fyrirtæki geti nýtt sér innihald
    hennar til þess að skilja betur áhrif stafrænna miðla á almenna kauphegðun neytenda.
    Höfundur lagði í heimildarvinnu um áhrif stafrænna miðla á almenna kauphegðun neytenda.
    Hann rannsakaði eftirfarandi miðla; vefsíður, samfélagsmiðla og vefverslanir. Við rannsókn á viðfangsefni ritgerðarinnar tók höfundur meðal annars viðtöl við tvo sérfræðinga á sviði
    stafrænnar markaðssetningar; Jón Heiðar Þorsteinsson hjá Advania og Jessie VanderVeen hjá Tempo. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að geta mælt áhrif stafrænna miðla á rekstur þeirra. Í
    þessari ritgerð er greint frá því hvernig fyrirtæki geta nýtt sér vefgreiningartól á hagkvæman hátt til þess að mæla árangur vefsíðna sinna og þau áhrif sem þær hafa á reksturinn. Þá voru
    niðurstöður úr vefgreiningartóli AW Stats frá vefsíðu Hljóðheima ehf. greindar og túlkaðar.

Samþykkt: 
  • 1.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif stafrænna miðla á almenna kauphegðun neytenda.pdf3.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna