is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22763

Titill: 
  • Sinn er siður í landi hverju : siðferðileg mál í alþjóðlegri verkefnastjórnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er litið til þess hvaða áhrif menningarmunur getur haft á árangur í verkefnum. Fjallað er um siðferðileg álitamál, siðareglur og áhættumat. Sjónum er beint sérstaklega að blönduðum teymum þar sem um mismunandi hefðir og venjur er að ræða. Rannsóknin gekk út á að skoða afstöðu íslenskra verkefnastjóra sem vinna í alþjóðlegum verkefnum til ýmissa siðferðilegra mála og hvort menningarmunur hafi einhver áhrif á teymisvinnu. Gerð var könnun sem leiddi meðal annars í ljós að verkefnastjórum í alþjóðlegum verkefnum finnst skorta á að siðferðilegt mat fari fram áður en ráðist er í verkefni og aukin hætta sé á árekstrum vegna ólíkrar menningar, trúar og vinnuréttinda. Svarendur telja aukna hættu á árekstrum innan teymis sem samanstendur af meðlimum með mismunandi menningarlegan bakgrunn. Niðurstaða höfundar er að árangursrík verkefnastjórnun byggist á kunnáttu á menningu þess lands þar sem verkefninu er hrint í framkvæmd.

Samþykkt: 
  • 8.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM_lokaritgerd_SJ_Lokaskjal.pdf728.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna