is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22779

Titill: 
  • Framleiddur sannleikur. Greining á safnastarfi á Íslandi eftir áróðursmódeli Herman og Chomsky
  • Titill er á ensku Manufacturing consent. Analysis on work done in museums around Iceland using Herman & Chomsky propaganda model
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin gildir til 30 eininga (ECTS) og er lokaverkefni til MA gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Sigurjón B. Hafsteinsson prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
    Í þessari ritgerð er leitast við að greina safnastarf á Íslandi eftir áróðursmódeli Herman og Chomsky fyrir fjölmiðla. Litið er svo á að söfn séu fjölmiðill og þess vegna sé hægt að heimfæra þetta módel á safnastarf. Áróðursmódel þeirra Herman og Chomsky er skoðað og jafnframt gagnrýni sem það hefur fengið frá öðrum fræðimönnum. Kenningar um það vald sem söfn taka sér yfir sögunni og „sannleikanum“ eru skoðaðar. Að lokum eru áróðursmódelin fimm síur yfirfærðar á safnastarf á Íslandi í samhengi við þær kenningar um þetta vald sem söfn taka sér í safnafræði. Þegar sjálfstæði safna er skoðað er það ekki jafnt í orði og á borði. Þegar safnastarf er greint með áróðursmódelinu kemur glögglega fram að valdamiklir hagsmunaaðilar stjórna að miklu leyti starfi safna á Íslandi, hverju er safnað, rannsakað og miðlað. Þessir hagsmunaaðilar eru aðallega stjórnvöld, stjórnmálamenn og ferðaþjónustan sem hafa mikilla hagsmuna að gæta hverju sé miðlað á söfnum. Með því að skoða umræðuna í fjölmiðlum, skýrslur um fjárhag safna og opinberar fjárveitingar opinberast hverjir raunverulega stjórna söfnunum og vega þannig að sjálfstæði þeirra. Áróðursmódelið er orðið rótgróið í safnastarfi á Íslandi og safnstjórar og starfslið safna gerir sér ekki grein fyrir því í daglegu starfi, módelið viðheldur þessu valdi með því að ráða fólk sem hefur „réttu“ skoðanirnar sem hugnast hagsmunaaðilum safnanna.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper qualifies as 30 ECTS units and is a dissertation for a MA degree in Museum Studies at the University of Iceland.
    Supervisor is Sigurjon B. Hafsteinsson professor at the department of Social Science at the University of Iceland.
    In this paper, the work done in museums around Iceland is analysed by using Herman and Chomsky’s propaganda model for the media. Museums are considered a media and therefore it should be possible to transfer this model to their work. Herman and Chomsky’s propaganda model is analysed along with any criticism it has received from other scholars. Theories about the power museums take over history and „the truth“ are documented. In the end, the propaganda models five filters are transferred to the work done in museums in Iceland in relation to the theories about the power museums themselves take in museum studies. When the independence of the museum is looked at, it turns out it isn’t all that much after all. When the work in museums is analysed using the propaganda model it can clearly be seen that powerful stakeholders largely control the work that is done in museums in Iceland, what is collected and kept, what is studied and what is set on display at the museum. These stakeholders are mainly the government, politicians and the tourist industry who have large interests on what is shared and put on display in museums.
    By examining the discussion in the media, reporting on the museums financial affairs and public budgets, it is clear who really manages the museums and hence challenge their independence.
    The propaganda model has become well established in museum work in Iceland and so much so that the museum managers and other employees do not realise it on a day to day bases. The model maintains this power by hiring people who has the “correct” attitude and opinions that suits the museums stakeholders.

Samþykkt: 
  • 9.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22779


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf Vignisdóttir.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna