is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22783

Titill: 
  • Verðmat fjármálastofnana. Virði íslensku bankanna þriggja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa lokaverkefnis var að rannsaka hverjar helstu aðferðir virðismats væru notaðar við fjármálastofnanir og í kjölfar þess notast við þrjár algengar aðferðir til að virðismeta íslensku bankana þrjá – Landsbanka Íslands, Arion banka og Íslandsbanka.
    Virðismat var miðað við áramót 2014-2015 og notaðar þrjár algengustu aðferðir við virðismat fjármálastofnana. Þær aðferðir eru afvaxtað arðgreiðslulíkan (e. discounted dividend model), afvaxtað sjóðstreymislíkan (e. discounted cashflow model) og kennitölugreining þar sem reiknað var út V/H-hlutfall (e. P/E ratio), V/I-hlutfall (e. P/B ratio) og arðsemi eigin fjár (e. return on equity).
    Helstu niðurstöður voru samkvæmt aðferð afvaxtaðs sjóðstreymislíkans að virði eigin fjár Landsbanka Íslands var metið á 509.122 milljónir króna, Arion banka 409.368 milljónir króna og Íslandsbanka 472.450 milljónir króna.
    Með aðferðum afvaxtaðs arðgreiðslulíkan var virði eigin fjár Landsbanka Íslands metið á 466.413 milljónir króna, Arion banka 541.399 milljónir króna og Íslandsbanka 619.810 milljónir króna.
    Útreikningar á kennitölum bankanna leiddi í ljós að samkvæmt V/H-hlutfalli var virði eigin fjár Landsbanka Íslands metið á 483.226 milljónir króna, Arion banka 464.653 milljónir króna og Íslandsbanka 369.688 milljónir króna.
    Einnig var reiknað V/I-hlutfall bankanna þar sem niðurstaðan var að virði eigin fjár Landsbanka Íslands er metið á 278.391 milljónir króna, Arion banka 180.055 milljónir króna og Íslandsbanka 205.891 milljónir króna, sem er mun lægri niðurstaða en í reikningum annarra virðismatsaðferða.
    Þegar reiknað var meðaltal niðurstaðna þessara þriggja aðferða (afvaxtaðs arðgreiðslulíkans, afvaxtaðs sjóðstreymislíkans og V/H-hlutfalls) var áætlað virði eigin fjár Landsbanka Íslands metið á 486.254 milljónir króna, virði eigin fjár Arion banka 471.806 milljónir króna og virði eigin fjár Íslandsbanka á 487.316 milljónir króna.
    Að lokum var reiknuð út arðsemi eigin fjár hjá bönkunum þremur miðað við rekstrarár bankanna árið 2014. Arðsemi eigin fjár hjá Arion banka var hvað mest eða 18,6%, hjá Landsbanka Íslands var hún 12,5% og hjá Íslandsbanka 12,8% sama ár. Arðsemi eigin fjár er því meiri hjá öllum íslensku bönkunum þremur samanborið við útreiknað gildi banka á heimsvísu, sem metið var 10,26% árið 2014.

Samþykkt: 
  • 9.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22783


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verðmat fjármálastofnana - Virði íslensku bankanna þriggja.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna