is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2279

Titill: 
  • Sjálfsmynd unglinga: Helstu áhrifaþættir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er byggð á eigindlegri rannsókn sem gerð var veturinn 2008-2009. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á helstu áhrifarþætti varðandi sjálfsmynd unglinga og hvort samhljómur sé með hugmyndum foreldra og unglinga um hvað skipti mestu máli í þeim efnum. Tekin voru opin viðtöl við sex foreldra, sex unglinga, námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðing. Einnig var gerð þátttökuathugun í grunnskóla. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að foreldrar séu stærstu áhrifavaldar á sjálfsmynd unglinga. Uppeldisaðferðir þeirra og gæði í samskiptum við börn og unglinga skipta meginmáli. Vinasambönd eru einnig mikilvægur þáttur í sjálfsmynd unglinga og fjölmiðlar spila þar töluvert hlutverk. Íþróttir og hreyfing hafa mikið að segja svo og að unglingar hafi aðila sem þeir geta leitað til með vandamál. Svo virðist sem samhljómur sé með hugmyndum foreldra og unglinga um hvaða atriði vega þyngst en ekki að fullu um áhrif hvers atriðis fyrir sig.

Samþykkt: 
  • 28.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjálfsmynd_fixed.pdf405.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna