is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22806

Titill: 
  • Sjálfræði víkur fyrir forræðishyggju : viðhorf starfsmanna til kyngervis og sjálfræðis fólks með fjölþættar skerðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum söguna hefur fatlað fólk búið við forræðishyggju af hálfu aðstandenda og starfsfólks sambýla. Þetta á ekki síst við um þann hóp, sem sjónum er beint að í þessari ritgerð, fólk með fjölþættar skerðingar. Meginmarkmið rannsóknarhluta ritgerðarinnar var að kanna viðhorf starfsmanna á sambýli til kyngervis og sjálfræðis fólks með fjölþættar skerðingar. Rannsóknin er eigindleg og voru tekin tvö rýnihópaviðtöl við sex starfsmenn sambýlis á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður sýna að íbúar sambýla búa við skert sjálfræði og að oft er forræðishyggja starfsfólks ríkjandi. Þá benda niðurstöður til að foreldrar hafi mest áhrif á líf fólks með fjölþættar skerðingar og starfsmenn sambýla þar á eftir. Þjónusta við fólk með fjölþættar skerðingar þarf að vera uppbyggjandi og ýta undir færni þeirra og sjálfstæði. Því er mikilvægt að starfsfólk sé meðvitað um ábyrgð sína sem aðstoðarmenn fatlaðs fólks. Aukið sjálfræði fólks með fjölþættar skerðingar ýtir undir getu þess til að sýna kyngervi sitt eins og það kýs. Því mætti margt breytast í viðhorfi starfsfólks til sjálfræðis og kyngervis fólks með fjölþættar skerðingar og jafnframt má leiða að því líkur að þetta viðhorf geti endurspeglast í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf809.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna