is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22821

Titill: 
  • Meðferðarleiðir með aðstoð dýra
  • Titill er á þýsku Tiergestützte Interventionen
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um meðferðarleiðir með aðstoð dýra. Verkefnið er tvískipt, annars vegar er um að ræða vefsíðu og hinsvegar greinargerð til fræðilegs rökstuðnings vefsíðunnar. Vefsíðan er hagnýt og upplýsandi varðandi meðferðarleiðir með aðstoð dýra, virkni með aðstoð dýra (e. Animal-Assisted Activity) og meðferð með aðstoð dýra (e. Animal-Assisted Therapy). Þessar meðferðarleiðir eru enn á byrjunarstigi hérlendis en mikill áhugi er fyrir hendi. Aðferðirnar tvær hafa sem yfirmarkmið að efla lífsgæði og lífsánægju fólks og þær hafa áhrif m.a. á sálræn, líkamleg og félagsleg svið einstaklinga. Í greinargerðinni verður gerð grein fyrir þessum tveim leiðum en einnig verður sagt frá grunninum sem þessar meðferðarleiðir byggja á, sem er fyrst og fremst samskipti manna og dýra. Maðurinn og dýrin hafa í gegnum söguna þróast samhliða og sækir maðurinn í nærveru og í samskipti við dýr. Meðferðarleiðir með aðstoð dýra nýtir sér þessa tilhneigingu mannsins. Markmið vefsíðunnar er að kynna umræðuefnið á stærri vettvangi, að gera efnið aðgengilegt á íslensku og til að vekja áhuga annarra starfsgreina á að nýta sér meðferðarleiðir með aðstoð dýra í sínu starfi.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meðferð með aðstoð dýra - lokaskjal.pdf467.92 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna