is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22839

Titill: 
  • Þjálfun fyrir verðandi mæður sem stunda reglulega hreyfingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hreyfing er orðin mikilvægur hluti af daglegu lífi margra kvenna og þegar kona verður barnshafandi er skiljanlegt að hjá henni vakni margar spurningar sem tengjast öryggi við þjálfun og hvernig eigi að framkvæma hinar ýmsu æfingar. Líkami kvenna á meðgöngu tekst á við miklar breytingar. Þessar breytingar tengjast meðal annars þyngdaraukningu, stækkun brjósta og fósturs þannig að leg stækkar og beinþéttni eykst.
    Markmiðið með þessu verkefni er að veita konum góðar upplýsingar um hvernig aðlaga skuli þjálfun að þeirra meðgöngu. Konur sem fyrir meðgöngu stunduðu reglubundna þjálfun voru sérstaklega hafðar í huga við gerð verkefnisins. Rannsóknarspurningin er hvers konar þjálfun hentar þunguðum konum sem eru vanar reglulegri hreyfingu.
    Barnshafandi konur þurfa ekki að breyta sinni reglulegu hreyfingu ef meðgangan er eðlileg og þær finna ekki fyrir óþægindum á meðan æfingum stendur. Sýnt hefur verið fram á að regluleg hreyfing barnshafandi kvenna hefur góð áhrif á móður og fóstur og því ættu konur að halda áfram að stunda reglubundna þjálfun.
    Rannsóknir á þolæfingum sýna að æfingar gerðar á hámarkshjartslætti hafa hvorki neikvæð áhrif á móður né fóstur. Styrktarþjálfun er örugg fyrir barnshafandi konur og getur jafnvel verið áhrifarík en passa þarf að aðlaga æfingar að þunguninni. Margt ber að varast á meðgöngu og má þá nefna dæmi um að barnshafandi konur ættu að forðast hreyfingu þar sem hætta er á áverkum á kvið og æfingar þar sem þreytusöfnun verður of mikil, ekki ætti að stunda köfun og ekki ætti að framkvæma æfingar sem eru gerðar í baklegu svo einhver dæmi séu nefnd.
    Í þessu verkefni koma fram ýmsar gagnlegar upplýsingar um þjálfun á meðgöngu og öryggi við framkvæmd æfinga sem barnshafandi konur ættu að tileinka sér.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerd.johannamarin.Lokaskil.pdf244.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna