is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22848

Titill: 
  • Titill er á ensku Teaching Equality and Sustainability through Content-Based Instruction in English
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Helstu markmið þessarar ritgerðar eru þróun námsefnis sem leggur áherslu á grunnþættina jafnrétti og sjálfbærni gegnum inntaks-miðaða kennslu í ensku sem erlent tungumál. Inntaks-miðuð tungumálakennsla sameinar tungumálanám við nám á tilteknu efni og er undirflokkur í tjáskiptamiðaðari tungumálakennslu. Slík kennsla felur í sér nálgun til að aðstoða nemendur við að ná flæði í tungumálinu gegnum þýðingarmikla kennslu . Markmiðið er að þróa tungumálafærni nemenda með því að tengja þýðingarmeiri atriði við tungumálanám þeirra. Nálgunin felur í sér gagnvirk tjáskipti milli kennara og nemenda og milli nemenda og nemenda. Kennsluaðferðin leggur áherslu á innihald sem hefur skýra tilvísun í umhverfi nemenda og vekur áhuga þeirra. Hún leggur áherslu á samskipti og flæði milli nemenda, og virkir nemendur með viðfangsefnum sem þeir vinna í tíma. Kennarinn tekur að sér hlutverk hlutverk leiðbeinanda og nemendur verða virkari þátttakendur í námi sínu. Endurskoðun aðalnámskrár frá árinu 2011 fól í sér þá nýung að áhersla var lögð á sex grunnþætti náms. Í þessu verkefni er unnið með tvo þeirra, jafnrétti og sjálfbærni. Fjölbreytileg markmið falla undir þessar stoðir í aðalnámskrá, en kennsluefnið sem hér er þróað leggur áherslu á kynjajafnrétti, sjálfbærni og náttúruvernd. Kennsluefni um kynjajafnrétti lýtur meðal annars að kynjahlutverkum, skömm kynhneigð og félagslegri stöðu. Námsefnið sem lýtur að sjálfbærni tekur meðal annars á efnishyggju, neysluhyggju, endurvinnslu, endurvinnanlegri orku og mengun. Kennsluefnið fylgir lýðræðislegri nálgun sem hvetur nemendur til að vinna saman, setja sig í spor ananrra og samþykkja mismunandi sjónarmið, beita gagnrýnni hugsun og taka fjölbreytni í sátt.

Samþykkt: 
  • 11.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Melkorka Edda Sigurgrímsdóttir.pdf2.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Notkun kennsluefnis er óheimil án leyfis höfundar.