is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22856

Titill: 
  • Neikvæðar hliðar íþróttaiðkunar : leiðir til lausna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er heimildaritgerð sem fjallar um neikvæðar hliðar íþróttaiðkunar ásamt því að greina frá mögulegum lausnum við vandanum. Í ritgerðinni er greint frá níu þáttum sem flokkast undir neikvæðar hliða íþróttaiðkunar fólks á aldrinum 13 til 25 en einnig munum við setja fram mögulegar lausnir fyrir fagfólk, iðkendur og aðra aðstandendur. Íþróttir eru án efa mikilvægur partur af samfélagi okkar meðal annars vegna heilsueflandi áhrifa en íþróttaiðkun hefur einnig sínar neikvæðu hliðar. Mikilvægt er að varpa ljósi á þessar hliðar og finna leiðir til að vinna gegn þeim. Sem dæmi má nefna brotfall en það eykst eftir því sem iðkendur eldast og hafa meðal annars þjálfarar og foreldrar áhrif á það. Einnig má nefna mismunun en í henni felst til dæmis getuskipting og fæðingardagsáhrif. Kröfur til íþróttafólks aukast svo jafnt og þétt eftir því sem árin líða og þá taka við annarskonar vandamál eins og átraskanir, ofþjálfun og aðgengi að ólöglegum lyfjum og aðferðum til að bæta árangur. Skoðun okkar á mögulegum lausnum leiddi í ljós ótvírætt gildi forvarna og mikilvægi þess að einstaklingar sem málið varðar séu meðvitaðir og fúsir að koma á breytingum til batnaðar. Markmið okkar með þessari umfjöllun er ekki kasta rýrð á jákvæð áhrif íþróttaiðkunar, þvert á móti, markmiðið er að benda á hinar neikvæðu hliðar til að vinna megi gegn þeim, til hagsbóta fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi, fyrir iðkendur sem og aðra er málið varðar.

Samþykkt: 
  • 11.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf757.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna