is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22888

Titill: 
  • Markviss lífsleiknikennsla sem forvörn : mikilvægi sjálfsmyndar unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðinni er ætlað að kanna áhrif líffræði- og félagslegra einkenna, sem unglingar upplifa, á sjálfsmynd þeirra og mögulegar leiðir grunnskólans til að efla hana. Vegna breytinga í heilastarfsemi unglinga verða þeir móttækilegri fyrir fíkn en neysla áfengis- og vímuefna er algeng áhættuhegðun meðal unglinga. Jafnframt eru félags- og tilfinningaleg vandamál algeng, en gjarnan er hægt að tengja þau við neikvæð samskipti við jafningja. Kenningar og rannsóknir hafa sýnt fram á að með eflingu jákvæðrar sjálfsmyndar má fyrirbyggja slík vandamál. Vegna þess hve litlum tíma unglingar eyða með foreldrum sínum, er skólinn sá staður sem sér að mestu leyti um uppeldi þeirra. Í Aðalnámskrá grunnskóla koma þau markmið skólans skýrt fram að hann eigi að stuðla að almennri menntun nemenda, andlegri vellíðan og jákvæðri sjálfsmynd. Þessi sýn, á hlutverk skólans, hefur einnig verið til umræðu meðal fræðimanna sem undirstrikar mikilvægi þess að grunnskólinn taki þátt í því mikilvæga tilfinningalega-, siðferðis- og borgaralega uppeldi unglinga sem foreldrar hafa gengt framan af.

Samþykkt: 
  • 14.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markviss lífsleiknikennsla og sjálfsmynd.pdf466.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna