is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22890

Titill: 
  • Ungt fatlað afreksfólk í íþróttum : íþróttaiðkun, áhrif fjölmiðla og sjálfstraust
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna íþróttaiðkun fatlaðra afreksíþróttamanna. Auk þess að skoða fjölmiðlaumræðu um fatlað íþróttafólk og hvort umræðan hafi áhrif á sjálfstraust þeirra. Einnig er komið inná mikilvægi íþróttaiðkunar. Í rannsókninni var stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin viðtöl. Viðmælendur voru tveir ungir karlmenn, 23 ára og 30 ára sem hafa náð góðum árangri í íþróttum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndi fram á það að þátttakendurnir fylgjast vel með fjölmiðlaumræðunni og hvernig og hvort hún hefur áhrif á þá og þá sérstaklega sjálfstraust. Einnig kemur fram hversu mikil áhrif íþróttaiðkun hefur á heilsu einstaklinganna, bæði andlega og líkamlega. Svo virðist sem umræðan hafi aðallega áhrif á sjálfsöryggi þeirra, sem byggist á því hvort umræðan er jákvæð eða neikvæð. Viðmælendur höfðu sterka skoðun á fjölmiðlaumræðunni og hvað þar mætti betur fara. Þá fannst þeim umræða um fatlað íþróttafólk vera lítil og að hana mætti auka verulega. Því má álykta að fjölmiðlafólk þurfi að taka sig á og að auka þurfi almenna fjölmiðlaumræðu um fatlað íþróttafólk.

Samþykkt: 
  • 14.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ungt_fatlað_fólk_og_afreksíþróttir_Tinna_Ösp_Bergmann.pdf606.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna