is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22924

Titill: 
  • Vandi fylgir vegsemd hverri: Vegferð Capacent í stefnumótun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um þá þætti í stefnumótun Capacent sem höfðu áhrif á þróun fyrirtækisins á árunum 2010 til 2015. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á stefnu félagsins og skoðun lykilstarfsmanna á henni og setja aðstæður innan Capacent í samhengi við fræðileg viðmið stefnumótunar, skipulags og menningar þekkingarfyrirtækja. Lagt var af stað með að rýna í stefnumótun, markaðslega nálgun, menningu og gildi til að skilja þá orsakaþætti sem leiddu til uppskiptingar félagsins í byrjun árs 2015 og rannsaka nánar upplifun lykilstarfsmanna og skoðanir þeirra á fyrrgreindum þáttum.
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn sem byggði á hálfopnum viðtölum við átta lykilstarfsmenn félagsins. Niðurstöður benda til þess að stefna félagsins hafi ekki byggst á styrkleikum þess og skipulag félagsins hafi ekki stutt við stefnuna. Þá benda niðurstöður rannsóknarinnar einnig til þess að djúpstæður ágreiningur um stefnu, hvatakerfi og afurðir hafi verið á milli sviða innan félagsins auk þess sem þónokkur menningarmunur hafi verið á milli sviða. Þessir þættir ásamt ólíkum áherslum er sneru að eigendastefnu og eignarhaldi hafi verið samverkandi orsakaþættir sem urðu þess valdandi að félaginu var á endanum skipt upp.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this dissertation primarily addresses the factors in the strategic management of Capacent that influenced the evolution of the company from the year of its inception in 2010 up until the eventual discontinuation of the original company structure in 2015. The main focus of this research was to shed some light on company strategy and the opinion of key personnel on said strategy but also to explore the circumstances within Capacent and put them into theoretical context by positioning them against the conventional norms of strategy, organization and culture within professional service firms. The strategy, organizational structure and company culture were evaluated to fully understand the causal factors that led to the organizational division of Capacent into two separate entities.
    A qualitative exploratory research method was used in this study which consisted of interviews with eight key personnel. The conclusions indicate a distinct mismatch between the organizational structure and strategic asymmetry of Capacent. This research also indicates a profound disagreement within the company regarding strategy, salary incentives within the firm and a cultural mismatch between different divisions. Further divisional factors include different views on ownership strategy and the disagreement of development of products across the firm that eventually resulted in the abandonment of the Capacent Concept and subsequent sale of the company’s market research division.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð til ársins 2050.
Samþykkt: 
  • 17.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak_TOH.pdf1.35 MBLokaður til...24.10.2050HeildartextiPDF