is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22937

Titill: 
  • Gæðamat á lyfjagagnagrunni. Sjónum beint að innsetningum á DDD
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gæðamat á lyfjagagnagrunni. Sjónum beint að innsetningum á DDD.
    Inngangur: Rafræn gagnasöfn eins og íslenski lyfjagagnagrunnurinn eru í sífelldri þróun. Um leið og tækninni fleygir fram og tengingarmöguleikum á milli gagnasafna fjölgar, eykst notagildi þeirra í vísindarannsóknum. Notagildi íslenska lyfjagagnagrunnsins er einnig mikið þegar kemur að eftirliti með lyfjanotkun, framsetningu á lyfjatölfræði og eftirliti með lyfjaávísunum lækna. Nýlega leit ný útgáfa af lyfjagagnagrunninum dagsins ljós, sem veitir læknum aðgang að lyfjasögu sjúklinga sinna í rauntíma og getur þannig spornað gegn margs konar vandamálum tengdum misnotkun eða ofnotkun lyfja. Með notkun rafrænna skilríkja getur almenningur í landinu einnig tengt sig við lyfjagagnagrunninn og fengið yfirsýn yfir lyfjanotkun sína. Til að hægt sé að gera áframhaldandi vísindarannsóknir á lyfjagagnagrunninum og treysta á hann sem öfluga heimild er mikilvægt að gögnin sem hann hefur að geyma séu áreiðanleg. Villur í DDD höfðu fundist í lyfjatölfræði á Íslandi fyrir síðustu aldamót og í aðdraganda verkefnisins höfðu aftur fundist sambærilegar villur.
    Markmið: Markmið þessa verkefnis var að gera gæðamat á lyfjagagnagrunni, eins og hann leit út árið 2011. Sjónum var beint að innsetningum á DDD í þessu samhengi, með það að markmiði að gera greiningu á eðli þeirra villutegunda sem væru til staðar í grunninum og meta hvað væri hægt að gera til að koma í veg fyrir þær í framtíðinni. Einnig átti að þróa rafræna aðferð til að gera slíkar villuprófanir framvegis eða benda á hvaða breytingar væru nauðsynlegar á uppsetningu lyfjagagnagrunns til að gera slíkar rafrænar aðferðir mögulegar síðar.
    Aðferðir og gagnaöflun: Greiningargögn voru fengin úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis og samanstóðu af öllum norrænum vörunúmerum sem höfðu verið á skrá á Íslandi. Listi yfir skilgreind ATC/DDD gildi var fenginn frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) með milligöngu Lyfjagreiðslunefndar. Heimildaleit var m.a. gerð um gæði gagnagrunna, tíðni gallaðra innsetninga á gögnum í rafræna gagnagrunna og afleiðingar þeirra. Villuleit var framkvæmd handvirkt, línu fyrir línu, með nákvæmum hætti. Leiðbeiningar WHO um ATC/DDD aðferðafræðina, listi yfir samsett lyf og SPC voru höfð til hliðsjónar í útreikningum á DDD. Rafrænar aðferðir voru prófaðar til samanburðar við handvirku aðferðina.
    Niðurstöður og umræður: Villuleit í 5.919 línum í lyfjagagnagrunninum skilaði 1.813 villum. Hlutfall af villum í grunninum var því 30,63%. Algengasta villan, flokkuð sem tölvuvilla, átti sér stað 526 sinnum eða í hlutfallinu 8,89% yfir heildina. Alls fundust 8 villutegundir og 4 tegundir af réttum niðurstöðum. Með vandaðri og samræmdri skráningu má koma í veg fyrir mikinn hluta af þeim villum sem fundust í grunninum. Handvirk aðferð til villuleitar kom mun betur út en sjálfvirkar aðferðir og ekki tókst að þróa rafræna aðferð sem gerði það sama og handvirka aðferðin, en í staðinn bent á hvaða möguleikar væru í boði til að auðvelda gæðamat á lyfjagagnagrunni í framtíðinni.

  • Útdráttur er á ensku

    Quality Assessment of The Directorate of Health Prescription Database. With focus on DDD.
    Introduction: Electronic databases such as the Icelandic Prescription Database are continuously developing. As the technology advances and linkage options between datasets increase, their usefulness in research also increases. The Icelandic Prescription Database is also useful when it comes to monitoring drug use, presenting pharmaceutical statistics and monitoring of prescribing by physicians. Recently a new feature was developed in the drug database, which provides physicians access to their patients' medication history in real time and can be a potential solution to a variety of problems related to abuse or overuse of drugs. With the use of electronic identification documents, members of the public can also access their own medicinal history. In order to continue using the Prescription Database for research it is important that the data it contains is reliable. Errors in DDDs had been found in drug statistics in Iceland towards the end of the last century and the discovery of similar errors were the precursor of the project presented here.
    Objectives: The aim of this project was to make a quality assessment of the medicine registry, as it was in 2011. The focus was directed to DDD insertion in this context, with the aim to analyze the nature of the types of errors that were present in the database and evaluate what could be done to prevent them in the future. An additional aim was to develop an electronic method to do such error checking in the future or suggest what changes would be needed in the setup of the database to make such electronic methods an option in the future.
    Methods and data collection: The data for analysis was obtained from the Icelandic Prescription Database and comprised all the Nordic product numbers that had been registered in Iceland. A list of defined DDDs was obtained from the WHO Collaborating Centre for Drug Statistics through the Medicines Pricing and Reimbursement Committee. A literature search was done on i.e. quality of databases, frequency of defects in data entry. Validation was performed manually, line by line, in a precise manner. WHO Guidelines on ATC/DDD methodology, a list of combination products and SPCs were used in the calculation of DDD. Electronic methods were tested for comparison with the manual method.
    Results and discussion: Validation of 5.919 lines in the Prescription Database yielded 1.813 errors. Percentage of errors in the database was therefore 30.63%. The most common error, classified as computer error, occurred 526 times or at a ratio of 8.89% of the total. There were 8 types of errors and 4 types of correct results. With high quality and uniform registration a large proportion of errors like those found can be prevented. Manual method in error checking was much better than the automatic approach and although attempts to develop an electronic method failed, it was possible to point out options available to facilitate quality control of the Prescription Database in the future.

Samþykkt: 
  • 18.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gaedamat a lyfjagagnagrunni - Kapa - Helga Birna - 2711774299.pdf161.36 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
Gaedamat a lyfjagagnagrunni - Helga Birna - 2711774299.pdf2.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna