is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22952

Titill: 
  • „Silver Cross, það er bara Silver Cross.“ Staðfærsla Silver Cross á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Silver Cross er gamalt og rótgróið vörumerki sem á sér langa sögu á Íslandi. Síðustu ár hefur Silver Cross verið í mikilli vöruþróun sem ekki skilaði sér til Íslands fyrr en fyrirtækið Sóldögg ehf. tók við umboðinu snemma árs 2014. Markmið rannsóknarinnar var að átta sig á því með hvaða hætti væri best að staðfæra vörumerkið á íslenskum markaði. Með góðri staðfærslu má skapa einstaka og jákvæða ímynd í hugum neytenda sem aðgreinir vörumerkið frá samkeppnisaðilum og getur skapað því sterka stöðu á markaði. Með hjálp rýnihópa fékkst innsýn í hver ímynd Silver Cross er í dag og hvað það er sem skiptir neytendur helst máli þegar festa á kaup á barnavögnum og kerrum. Rýnihóparnir voru tveir, annar samanstóð af konum sem áttu börn og höfðu reynslu af barnavögnum og kerrum en í hinum hópnum voru konur sem áttu von á sínu fyrsta barni.
    Niðurstöður úr rannsókninni sýndu að flestir tengdu Silver Cross við gömlu stóru barnavagnana sem vinsælir voru fyrr á árum. Ímyndin í hugum þátttakenda var að vörur frá Silver Cross væru gamaldags gæðavörur í háum verðflokki. Margir tengdu vörumerkið við fortíðina og þá barnæsku sína eða barna sinna. Fáir tengdu Silver Cross við nýja vöruflokka. Umtal og rafrænt umtal reyndist eiga mjög stóran þátt í mótun ímyndar og ákvarðanatöku. Skoðanir á því hvað væri mikilvægast við val á barnavögnum eða kerrum voru mjög misjafnar eftir aðstæðum hvers og eins.
    Tillögur voru settar fram um að Silver Cross á Íslandi ætti að nýta sér tenginguna í fortíðina og söguna til aðgreiningar ásamt því að horfa til gæða vörunnar og fallegrar hönnunar. Auka þarf vitund fyrir nýjum vöruflokkum og færa ímyndina nær nútímanum. Umræðan um Silver Cross virtist vekja upp einhverskonar fortíðarþrá og var því bent á kosti retro auðkenningar sem vænlega nálgun í úvíkkun vörumerkisins og aðgreiningu. Einnig var bent á mikilvægi þess að reyna finna leiðir til að auka umtal og rafrænt umtal í markaðsetningu. Markhópinn má skilgreina nokkuð vítt en mikilvægt er að átta sig á eiginleikum hverrar vöru fyrir sig og nota aðgreinda markaðsetningu til að hluta markaðinn niður eftir þeim þörfum sem hver vara getur uppfyllt og miða markaðsetningu eftir hverri vöru fyrir sig.

Samþykkt: 
  • 18.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eygló Scheving Sigurðardóttir.pdf827.68 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF