is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22981

Titill: 
  • Söngur vesturfarans : geta tónlist og leiklist verið áhugaverðar kennsluaðferðir þegar kemur að kennslu bóklegra greina?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistaraverkefnið sem hér er sett fram er tvíþætt, leikrænt og fræðilegt. Leikverkið Söngur vesturfarans er söngleikur sem fjallar um vesturfara og tímabil vesturferða og samið með það fyrir augum að fræða nemendur á unglingastigi grunnskóla. Verkið er fjörutíu mínútur að lengd og þrír leikarar léku og fluttu tónlist. Leikverkið var frumflutt að viðstöddum fimmtíu grunnskólanemendum og í kjölfarið var gerð lítil könnun sem kemur fram í fræðilegri greinargerð. Ætla má að niðurstöður könnunar gefi nokkuð skýra mynd á að almennt séu nemendur hlynntir því að hafa leiklist og tónlist í skólum og jafnvel má lesa úr svörunum þeirra köllun eftir fjölbreyttum kennsluaðferðum.
    Niðurstöður könnunarinnar sýna jákvætt viðhorf nemenda til leiklistar og tónlistar í grunnskólum og að þessar listgreinar bjóði upp á möguleika til þess að fræða nemendur um efni í bóklegum greinum.
    Hér er fjallað um áhrif leiklistar og tónlistar á grunnskólanemendur og þá möguleika sem þessar námsgreinar bjóða upp á og vitnað í rannsóknir því til stuðnings.
    Fjallað er um nýtt kennaranám í samhengi við nýjar áherslur Aðalnámsskrár sem leggur áherslu á sköpun sem einn af grunnþáttum. Hér er ekki um rannsókn að ræða og því aðeins verið að koma fram með spurningar og skoða í færðilegu ljósi.
    Einnig er gerð grein fyrir leikverkinu og kennsluleiðbeiningar fylgja sem eru ætlaðar þeim sem vilja vinna með verkefnið eftir að hafa séð leikverkið.

Samþykkt: 
  • 21.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22981


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Söngur vesturfarans. Geta tónlist og leiklist verið áhugaverðar kennsluaðferðir þegar kemur að kennslu bóklegra greina.pdf785.19 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna