is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22995

Titill: 
  • „Mig langar, ég hef bara ekki tíma“ : starfendarannsókn á innleiðingu spjaldtölva í grunnskóla
  • Titill er á ensku „I would like to, but I don‘t have time“ : an action research in implementation of tablets in a lower secondary school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Spjaldtölvur eru æ meira að ryðja sér til rúms í íslensku skólastarfi. Ákvörðun um hvernig innleiðingu þeirra er háttað er á ábyrgð skólastjórnenda. Vegna þess að ekki er svo langt síðan að spjaldtölvur komu á markað og fáar rannsóknir eru til um notkun þeirra í kennslu hér á landi er ljóst að þörf er á fleiri rannsóknum. Markmið með rannsókninni var að varpa ljósi á innleiðingu nýtingar spjaldtölva í grunnskóla og hvernig ég sem einn af stjórnendum skólans gæti haft áhrif á ferlið.
    Um starfendarannsókn er að ræða og hófst vinna við rannsóknina vorið 2013 og lauk haustið 2014. Spjaldtölvuteymi skipað 5 einstaklingum var sett á laggirnar í skólanum með það fyrir augum að kynnast nýrri tækni og þróa starfshætti. Lykilatriði í gagnaöflun var rannsóknardagbók sem var haldin út tímabilið auk skjalarýni og spurningakannana sem lagðar voru fyrir þátttakendur í teyminu ásamt.
    Þátttakendur telja að verkefnið hafi haft jákvæð áhrif á faglega þróun þeirra í starfi og að þáttur skólastjórnanda hafi verið mikilvægur í ferlinu. Draga má ályktun af þeim niðurstöðum sem fengust að æskilegt sé að hver og einn nemandi hafi persónulega tölvu til umráða ef aukin notkun spjaldtölva er fyrirhuguð í skólastarfinu. Notkun nemenda á eigin snjallsímum í skólastarfi jókst á tímabilinu og gefur það tilefni til að álykta sem svo að þar sé vettvangur sem vert sé að þróa áfram. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að innleiðing á nýrri tækni í skólastarf er tímafrek þar sem tæknin hefur ekki verið hluti af námi eða kennslu kennara. Þær benda einnig til þess að þar sem fleiri stór verkefni voru í gangi í skólanum á meðan rannsóknin fór fram var samkeppni um tíma kennara. Þetta gefur vísbendingu um mikilvægi þess að rúmur tími sé gefinn í innleiðingarferlið. Þær vísbendingar gætu nýst bæði stjórnendum og kennurum sem huga að innleiðingu nýrrar tækni í skólastarfið.

  • Útdráttur er á ensku

    Tablet computers are increasingly being employed in Icelandic schools in various educational contexts. Principals are responsible for how they are implemented. As tablet computers are relatively new on the market there are few studies that exist about their value for education in this country. Therefor the need for such research is compelling. The main object of this research was to review how tablets were implemented at the lower secondary level in one school during four terms and to examine how I as one of the school‘s principals managed to influence the process of implementation of tablet computers.
    This thesis is about an action research project which resumed in the spring term of 2013 and was completed in the autumn term 2014. Several teachers in the school formed a focus group which set out to learn to use the new technology and develop work methods. Key feature in the data collection was a research diary written throughout the research period, as well as questionnaires submitted to team members and document analysis. The participants concluded that the project had positive impact on their professional development and that the role of the deputy principal was important to the process. One of the conclusions of the research is that it is desirable for each and every student to have a personal computer (1:1 pedagogi) if the agenda is to increase the use of tablet computers for educational means in the school. During the research period, students´ use of their own smartphones for learning purpose increased, which could prove to be a valuable venue for further development. The study‘s findings imply that the introduction of new technology to teachers is time consuming as they are grappling with it for the first time and it has not been part of their studies or work before. The findings also show that there was competition for the teachers work time as they were working on several important projects simultaneously in the school during the study time. This suggests the importance of providing ample time for the implementation process and adaptation. These implications could be of use for both principals and teachers that intend to implement new technology into education.

Samþykkt: 
  • 23.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Anna Arnarsdóttir_lokaritgerð_pdf.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna