is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23021

Titill: 
  • Textílmennt fyrir bæði kynin : verkefnasafn fyrir miðstig
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni verkefnisins er að búa til verkefnasafn fyrir kennslu í textílmennt á miðstigi. Markmið verkefnasafnsins er að þar sé að finna verkefni sem höfði til beggja kynja og eru áhugaverð fyrir nemendur. Í verkefnunum er gert ráð fyrir svigrúmi til sköpunar svo nemendur geti tengt verkefnin við áhugasvið sitt eða persónulegt notagildi verkefnisins. Miðað er við að verkefnasafnið innihaldi fjölbreytt verkefni þar sem nemendur fá tækifæri til að takast á við ýmsar aðferðir textílmenntarinnar og kynnast fjölbreytileika hennar. Verkefnin í safninu eru sett upp í fyrirfram ákveðið sniðmát til að gæta samræmis í uppsetningu, auðvelda notkun á kennsluverkefnunum og gefa möguleika á útfærslum í fjölbreyttum nemendahópi.
    Verkefnasafninu fylgir fræðileg greinargerð þar sem fjallað er um þróun námsgreinarinnar og færð rök fyrir gildi hennar fyrir einstaklinginn. Þá er fjallað um grunnþætti menntunar með áherslu á þátt læsis, sköpunar og jafnréttis ásamt umfjöllun um hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla, kennsluhætti í list- og verkgreinum og kenningar um nám. Stuttlega er fjallað um áhugahvöt og menntun og kyngervi ásamt vinnuaðferð höfundar þar sem farið er yfir ferlið við gerð verkefnasafnsins. Tekin voru könnunarviðtöl við þrjá textílkennara í tengslum við verkefnið. Markmið viðtalanna var að draga fram þeirra reynslu af áhuga nemenda á miðstigi í textílmennt. Leitað var svara við því hvort kennurunum þótti vera munur á áhuga og getu drengja í textílmennt miðað við stúlkurnar. Svör kennaranna voru notuð til að útfæra verkefnin þannig að þau væru áhugaverð fyrir bæði kynin og gæfu möguleika á persónulegri nálgun. Það sem fram kom í viðtölunum var einnig notað til að styðja við framsetningu verkefnanna í fyrirfram ákveðið sniðmát, sem notað er til að gæta samræmis á milli verkefna og tryggja það að þau geti höfðað til beggja kynja.

Samþykkt: 
  • 24.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Textílmennt fyrir bæði kynin.Verkefnasafn fyrir miðstig.pdf1.86 MBLokaður til...20.06.2030HeildartextiPDF