is Íslenska en English

Skýrsla

Landbúnaðarháskóli Íslands > Rafræn tímarit > Rit LbhÍ >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23042

Titill: 
  • Áburðargjöf í lífrænni ræktun á Íslandi
Útgáfa: 
  • Júlí 2014
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    In the past, organic vegetable crops in Iceland were fertilised mainly with mushroom compost (1,9% N). However, due to the contamination with conventional chicken manure this fertiliser is to be replaced. Thus, substitutes are urgently needed. Plant compost (0,9% N), composted animal residues (1,9-2,6% N), clover (3,56% N), residues from the fish industry (10,9% N), grain legumes (4,3% N) and commercial organic fertilisers (216 mg N/l) have been tested in a pot experiment with perennial ryegrass (Lolium perenne L.). Fertilisers (800 mg N) were mixed into different greenhouse soils and dry matter yield was observed and plant N utilisation over the time investigated. A selection of the above mentioned organic fertilisers was tested in a basil (variety ‘Genoveser’) experiment and in a greenhouse experiment with sweet pepper (variety ‘Ferrari’) and tomatoes (variety ‘Encore’). Plants were grown with a plant distance in the row of 49,25 / 48,25 cm (tomatoes / sweet pepper), 2,5 / 3,3 plants/m² (tomatoes / sweet pepper with 2 tops/plant) and 200 kg N/ha fertiliser was applied in a split application within a fertiliser band of 30 cm during a growth period of seven months. The yield of tomatoes and sweet pepper was measured and soil samples regularly taken and analysed for nitrate-N. A fertiliser application resulted in comparison to the unfertilised control in a higher DM yield. The yield increase was higher with fertilisers with a high N content. The composted animal residues were comparable to mushroom compost. The time course of the apparent N utilisation of ryegrass differed strongly depending on the organic fertiliser used. The cumulative fertiliser-N uptake of ryegrass was highest for Pioner complete 6-1-3®, fishmeal and clover. A medium apparent N utilisation of ryegrass (40-50%) was achieved for chicken compost and fababean. The cumulative fertiliser-N uptake was lowest for plant, sheep, cow and horse compost as well as for the reference fertiliser mushroom compost. Different soils also had an influence on the N mineralisation of organic fertilisers, but to a lesser extent than the fertiliser itself. Basil seeds did only germinate in the unfertilised control, with mushroom compost and with composted cow manure. The N utilisation was low and comparable to the results from the pot experiment. Due to the high soil N supply of the soil in the greenhouse did the fertiliser treatments show no significant differences in tomato and sweet pepper yield and even not to the unfertilised control. In general was the yield level low. The reason for that was a relatively low natural solar irradiation during the whole growth period compared to other years. A fertiliser application markedly affected the nitrate content in the soil. Also, hand hoeing generally increased the soil nitrate content and should therefore be part of an optimised fertiliser management strategy. When just observing the price for one kg of N, mushroom compost seems to be a cheap fertiliser. However, when also the N utilisation is considered, both fishmeal and Pioner complete 6-1-3® are even cheaper than mushroom compost. Taking more years into account would probably result in similar values for all fertilisers as mushroom compost is not only mineralising N in the year of application. The prohibition of mushroom compost should not really effect the organic vegetable growers as there are at least equal (composted animal manures) or even better fertilisers (e.g. fishmeal) with a similar price range on the market.

  • Fram til þessa hafa grænmetisbændur í lífrænni ræktun einkum notað sveppamassa (1,9% N) til áburðargjafar. En nú hefur verið bannað að nota sveppamassa í lífrænni ræktun vegna þess að hann inniheldur hænsnaskít úr hefðbundinni hænsnarækt. Það er því brýn þörf á því að finna aðra áburðargjafa sem uppfylla næringarþörf plantna og má jafnframt nota í lífrænni ræktun. Sett var upp pottatilraunin með plöntumoltu (0,9% N), moltu úr búfjáráburði (1,9-2,6% N), smára (3,56% N), leifum frá fiskiðnaði (fiskimjöl, 10,9% N), möluðu fræi af hestabaunum (4,3% N) og innfluttum verksmiðjuframleiddum áburði (216 mg N/l). Áburðinum (800 mg N) var blandað í mismunandi gróðurhúsajarðveg, rýgresi (Lolium perenne L.) sáð og þurrefnisuppskera og niturupptaka mæld yfir ákveðið tímabil. Úrval af ofangreindum lífrænum áburðum var prófað í basilrækt (yrki 'Genovese') og í gróðurhúsatilraun með papriku (yrki 'Ferrari') og tómötum (yrki 'Encore'). Plöntur voru ræktaðar með 49,25 / 48,25 cm (tómatar / paprika) bili milli plantna í röðinni og 2,5 / 3,3 plöntur / m² (tómatar / paprika með 2 toppar / plöntu). Borið var á 30 cm breitt svæði, alls 200 kg N / ha skipt í fernt (4 × 50) yfir vaxtatímabilið, sem var sjö mánuðir. Uppskera af tómötum og papriku var mæld og jarðvegssýni tekin reglulega og nítrat-N mælt. Áburðarnotkun skilaði meiri uppskeru borið saman við uppskeru án áburðar. Aukið N innihald jók uppskeru. Molta úr búfjáráburði gaf sambærilega uppskeru og sveppamassinn. Upptaka niturs í rýgresinu var breytileg eftir tegund áburðar. Pioner complete 6-1-3®, fiskimjöl og smári mældist með mesta upptöku niturs af öllum áburðartegundum. Í hænsnamoltu og hestabaunum var niturupptaka í meðallagi (40-50%). Minnst var upptakan við búfjáráburð, plöntumoltu og sveppamassa. Mismunandi jarðvegur hafði því áhrif á niturupptöku, en í minna mæli en áburðurinn sjálfur. Fræ af basil spíraði aðeins í pottum án áburðar, með sveppamassa og með áburði frá kúm. Upptaka niturs var lág og sambærileg við niðurstöður úr rýgresistilraun. Vegna mikils N framboðs í jarðvegi úr gróðurhúsi var ekki marktækur munur milli áburðarliða í tómata og papriku uppskeru og jafnvel ekki í samanburði við liðinn án áburður. Almennt var uppskeran lág. Ástæðan þess var mun minni náttúruleg sólarinngeislun á öllu vaxtartímabilinu samanborið við önnur ár. Áburður hafði veruleg áhrif á nítrat í jarðvegi. Það jók nítrat í jarðveginum að hræra í efsta laginu nokkrum sinnum (t.d. við áburðargjöf) yfir vaxtatímabilið og ætti því að vera hluti af betri áburðarstjórnun. Þegar einungis er verið að skoða verð fyrir eitt kg af N, virðist sveppamassi vera ódýr áburður. Hins vegar, þegar athuguð er N nýting, eru bæði fiskimjöl og Pioner complete 6-1-3® jafnvel ódýrari en sveppamassi. Að taka fleiri ár í reikninginn myndi líklega leiða í ljós svipað verð fyrir allar áburðartegundirnar, því að sveppamassi gefur ekki aðeins nítrat á áburðargjafarárinu. Bann við notkun sveppamassa ætti í raun ekki hafa áhrif á lífræna ræktun grænmetis þar sem til staðar er að minnsta kosti jafn góður áburður (molta úr búfjáráburði) eða jafnvel betri áburður (t.d. fiskimjöl) á svipuðu verði á markaði.

Styrktaraðili: 
  • Samband garðyrkjubænda
ISSN: 
  • 1670-5785
Athugasemdir: 
  • Rit LbhÍ nr. 48
Samþykkt: 
  • 28.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rit_lbhi_nr_48.pdf994.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna