is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23045

Titill: 
  • K-PALS félagakennsla : áhrif á hljóðkerfisvitund, hljóðaþekkingu og umskráningarhæfni leikskólabarna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um rannsókn á áhrifum K-PALS (Kindergarten Peer Assisted Learning Strategies) á hljóðkerfisvitund, hljóða-, bókstafaþekkingu og umskráningarfærni 5-6 ára leikskólabarna. K-PALS felur í sér aðferðir til félagakennslu, þróaðar af Douglas og Lynn Fuchs við Vanderbilt háskóla. Námsefni K-PALS félagakennslu var þýtt og staðfært á íslensku árið 2010 og hefur verið notað í vaxandi mæli með elstu börnum leikskóla og 1. bekkingum grunnskóla hérlendis undanfarin ár. Í K-PALS er unnið með hljóðkerfisvitund, samband stafs og hljóðs og umskráningu. Í framhaldi af innlögn kennara í hverri kennslustund, vinna nemendur saman í pörum. Gert er ráð fyrir 25-35 mínútna kennslustundum, fjórum sinnum í viku í samtals 70 kennslustundir en í þessari rannsókn voru kennslustundirnar alls 30-45, tvisvar til fjórum sinnum í viku. Þátttakendur í rannsókninni voru 57 börn úr elsta árgangi fjögurra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 30 þeirra (tilraunahópur) fengu K-PALS félagakennslu en 27 börn (samanburðarhópur) fengu hefðbundna kennslu í undirstöðuþáttum lesturs. Hljóðkerfisvitund, þekking á heitum og hljóðum bókstafa, fimi í heitum og hljóðum bókstafa, lestur orða og orðleysa voru mæld að hausti og að vori hjá báðum hópunum. Að lokinni K-PALS félagakennslu mældist tilraunahópurinn hærri en samanburðarhópurinn á öllum breytum fyrir utan fimi í heitum bókstafa.

  • Útdráttur er á ensku

    Effects of K-PALS on phonological awareness, letter sound fluency and decoding skills of preschool children in Iceland
    This study examined the effects of K-PALS (Kindergarten Peer Assisted Learning Strategies) on phonological awareness and other foundational reading skills of 5-6 year-old preschool children in Iceland. K-PALS is a peer tutoring program developed by Douglas and Lynn Fuchs at Vanderbilt University. K-PALS materials were translated and adapted into Icelandic in the year 2010 and have been used in a growing number of preschools and elementary schools in Iceland since. The K-PALS program trains phonological awareness, letter sounds, and decoding skills. The program contains 70 lessons, each taking 25-35 minutes to complete and scheduled three to four times per week. In this study 30-45 lessons were held, two to four times per week. Each lesson starts with a teacher-led instruction session followed by a peer tutoring session. Participants in this study were 57 children in four kindergartens, whereof 30 children received K-PALS training (experimental group) and 27 children received traditional preschool teaching (control group). Phonological awareness, letter naming knowledge and letter sound knowledge, letter naming fluency, letter sound fluency and decoding of words and nonsense words were measured in both groups in the fall and spring. In spring, after K-PALS lessons, the experimental group proved higher than the control group in all measured variables except in letter naming fluency.

Samþykkt: 
  • 28.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
K-PALS félagakennsla.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna