is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23062

Titill: 
  • Fylgihlutir - búningur sjálfsmyndar. Eigindleg rannsókn á notkun og merkingu fylgihluta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða einstaklinginn og hvaða fylgihluti hann notar til að tjá sjálfsmynd sína og hvernig fylgihlutir nýtast í daglegum flutningi. Tekin voru viðtöl við sjö einstaklinga á aldrinum 25 – 35 ára sem allir eiga það sameiginlegt að koma úr skapandi greinum og hafa sérstakan stíl þegar kemur að fylgihlutum.
    Í ritgerðinni er beitt eigindlegri viðtalsrannsókn til að varpa ljósi á notkun viðmælendanna sjö á fylgihlutum og hvernig þessir hlutir styðja við sjálfsmynd þeirra. Viðtölin voru tekin í nóvember og desember 2014. Við túlkun gagnanna voru hafðar til hliðsjónar kenningar Erving Goffman um flutning sjálfsins í daglegu lífi (presentation of self in everyday life) sem og sjálfsmyndarhugtakið og skilgreiningar Pierre Bourdieu á smekk og veruhætti.
    Viðmælendurnir reyndust ekki aðeins hafa mjög ákveðnar skoðanir á þeim fylgihlutum sem þeir báru heldur tengdu þá sterkt við það hverjir þeir eru og hvernig þeir koma fram eða setja sig á vissan hátt á svið. Þeir fylgihlutir sem viðmælendurnir nota eru að jafnaði hefðbundnir: hattar, bindi, töskur og skart – sem dæmi hringir, hálsmen og eyrnalokkar, ásamt ýmsum óvenjulegri líkt og eldhústæki og bílar. Fylgihlutunum fylgir oft sérstök saga eða minning. Gagn væri af því að taka viðtöl við fleiri einstaklinga um fylgihluti þeirra til að auka og víkka skilning á merkingu fylgihluta og tengsl þeirra við sjálfsmyndina.

Samþykkt: 
  • 30.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_SiljaÓsk.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna