is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23070

Titill: 
  • Snillingurinn Bríet : greinargerð með barnabók
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er 10 ECTS eininga verkefni til BA-prófs í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Meginmarkmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að stuðla að bættri sjálfsmynd fatlaðra barna og hins vegar að efla jákvæða ímynd fatlaðs fólks innan samfélagsins. Þannig má draga úr fordómum og viðhorfstengdum hindrunum innan samfélagsins sem hafa neikvæð áhrif á líf og lífsgæði fatlaðs fólks.
    Lokaverkefnið skiptist í tvo hluta. Annars vegar er um að ræða barnabókina Snillingurinn Bríet og hins vegar fræðilega greinargerð þar sem þeim hugmyndafræðilega grunni sem bókin hvílir á eru gerð skil. Barnabókin fjallar um stúlkuna Bríeti sem er sjö ára gömul og notar rafmagnshjólastól. Teiknaðar myndir og texti eru notuð til að sýna Bríeti við leik og störf. Í fræðilega hluta verkefnisins eru færð rök fyrir nauðsyn þess að skapa fötluðum börnum jákvæðar fyrirmyndir. Í þeim hluta er fjallað um félagslegan skilning á fötlun, mannréttindasjónarhorn á fötlun, valdeflingu, mótun sjálfsmyndar og stöðu fatlaðra barna í íslensku samfélagi og innan barnabókmennta. Börn spegla sig í sögupersónum barnabóka og á það sinn þátt í mótun þeirra. Fötluð börn skortir hins vegar slíkar fyrirmyndir sem sýna fatlað fólk á jákvæðan hátt og er bókin Snillingurinn Bríet heiðarleg tilraun til að bæta úr því. Það er von höfundar að börn, hvort sem þau eru fötluð eða ekki, hafi gagn og gaman af lestri bókarinnar.

Samþykkt: 
  • 30.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snillingurinn Bríet.pdf1.15 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Bók Snillingurinn Bríet.pdf4.84 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna