is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23073

Titill: 
  • Lóðsi í dulargervi kennara : starfendarannsókn
  • Titill er á ensku Facilitator posing as a teacher: Action research
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistaraprófsritgerð þessi er starfendarannsókn. Tilgangur hennar er að skoða hvernig ég sem kennari á framhaldsskólastigi, beiti óhefðbundnum aðferðum í kennslu með það að markmiði að vekja áhuga nemenda á viðfangsefnum lífsleikni. í henni leitast ég við að svara spurningunni: „Hvernig nýti ég hugmyndir og aðferðir hálfformlegs náms í kennslu lífsleikni á framhaldsskólastigi?“ Titill verkefnisins „Lóðsi í dulargervi kennara“ er vísun í hlutverk leiðbeinanda í óformlegu námi. Í því felst að gefa uppbyggilega gagnrýni með það að markmiði að þátttakendur skapi sína eigin þekkingu úr því efni sem fengist er við.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hálfformlegar aðferðir geri kennaranum auðvelt fyrir að nálgast nemendurna með persónulegra móti, vekja áhuga þeirra og virkja þá til þátttöku. Í þeim má einnig sjá hvernig nemendur og kennari gangast við hlutverkum sínum. Stór liður í að uppræta hlutverkin felst í aðferðum kennara og umhverfi kennslunnar. Rannsóknin gerði mér auðveldara fyrir að staðsetja mig sem kennara á vettvangi og í kennslufræðilegu samhengi. Rannsóknin renndi stoðum undir fagið lífsleikni sem gefur nemendum færi á að vinna með sjálfsskilning, tilfinningagreind og sjálfstraust. Lífsleikni er grundvöllur þess að vinna megi með nemendur sem einstaklinga, undirbúa þá fyrir fjölbreytileika lífsins og kenna þeim að leggja rækt við sjálfa sig.
    Það er mikilvægt að kenna á merkingarbæran hátt. Námsefni á að taka mið af reynslu nemenda, en ekki gera þá fjarlæga því. Reynsla nemenda er því drifkraftur kennarans til að virkja nemendur. Mikilvægt er að ólíkir einstaklingar geti unnið saman með það að markmiði að læra hver af öðrum í lýðræðislegri samvinnu. Ekkert verður til úr tómum orðum, skólinn er ekki sérstæð stofnun ótengd samfélaginu. Þannig á menntun sér stað í samvist sem einkennist af lýðræðislegum gildum.

  • Útdráttur er á ensku

    In this master‘s thesis, based on action research, I attempt to answer the question: “How do I apply ideas and strategies of semi-formal education to teaching life skills in education at secondary school level?“ The research focuses on analyzing how I, as a secondary level school teacher, use alternative teaching methods to arouse students‘ interests in the subject matter of life skills education and to obtain my goals of experience-based, semi-formal education. The heading of the thesis “Facilitator Posing as a Teacher“ is a reference to the role of facilitator in informal education. This involves constructive criticism with the aim of participants creating their own knowledge from the topics of discussion.
    The results of the research suggest that semi-formal strategies help the teacher to approach the students in a personal way, raise their interest and motivate them to participate. The results also reveal how students and the teacher accept their roles. A major factor in eradicating the roles relies on the teacher‘s strategies and the environment for teaching. The research made it easier for me to position myself as a teacher on location, yet with the pedagogic perspective. The research also reinforced life skills as a subject that gives students the opportunity to engage in self-reflection, emotional intelligence and self-esteem. Life skills is a platform for working with students as individuals, preparing them for the diversity of life and teaching them self-nurturing.
    It is important to teach in a meaningful way. The course material should consider students‘ experiences, and not distance them away from them. The students‘ experience is therefore the driving force that a teacher, well-versed in the course material, builds on to motivate students. Moreover, it is important that different individuals can work together with the aim of learning from each other using democratic cooperation. Empty words create nothing; the school is not an individual institution, disconnected from the society. Education thus coexists with democratic values.

Samþykkt: 
  • 30.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnur Gíslad M.Ed Skemma.pdf957.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna