is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23082

Titill: 
  • „Allir geta tekið þátt. Málið er bara að prófa“ : samvinna barna og frístundaleiðbeinenda við þróun tómstundastarfs með margbreytilegan hóp 10–12 ára barna
  • Titill er á ensku „Everyone can take part. You just have to try“ : children and youth workers cooperating in developing an inclusive leisure programm for ages 10–12
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skapa vettvang fyrir samvinnu barna og leiðbeinenda frístundamiðstöðvar í þeim tilgangi að þróa tómstundastarf með margbreytilegan hóp 10–12 ára barna. Rannsóknin, sem hefur fengið nafnið Gaman-saman, er hluti af þróunarverkefni sem rannsakandi hefur unnið að undanfarin ár. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá nýja sýn á verkefnið og veita börnum og leiðbeinendum tækifæri á að koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri og taka virkan þátt í þróunar-vinnunni. Rannsóknin var þátttöku-starfendarannsókn en rannsakandi leiddi rannsóknarferlið og rýndi jafnframt í eigið starf. Meginhluti rannsóknarinnar fór fram í formi hugmyndasmiðju þar sem um 40 börn og sex leiðbeinendur ásamt rannsakenda hittust reglulega á fjögurra vikna tímabili til þess að móta innihald og skipulag starfsins, kanna tækifæri og hindranir fyrir þátttöku og þróa leiðir til samvinnu.
    Helstu niðurstöður voru að þróun starfs með margbreytilega hópa byggir á samvinnuferli sem felst í því að allir samstarfsaðilar taki virkan þátt, öðlist ný sjónarhorn og læri af ferlinu. Hægt var að bera kennsl á ýmis tækifæri í tómstundastarfi með margbreytilega hópa. Þar er um að ræða skapandi orku margbreytileikans, rými og tilgang fyrir samveru barna, áhuga barna og leiðbeinenda á starfinu, sveigjanleika og frelsi, auk hæfni leiðbeinenda til þess að sýna frumkvæði, hlusta, bregðast við aðstæðum, takast á við hið óvænta og læra af reynslunni. Mesti ávinningur rannsóknarinnar var að þróa leiðir til samvinnu fyrir börn og leiðbeinendur. Leiðirnar verða kynntar í formi hagnýts samvinnulíkans fyrir tómstundastarf með margbreytilega hópa.
    Rannsóknin gaf góða mynd af stöðu þróunarverkefnisins og lagði línurnar fyrir áframhaldandi starf og stefnumótun. En ekki síst er ávinningur hennar að hún stuðlaði að umræðu um málefnið í nærsamfélaginu og jafnvel út fyrir það og opnaði leiðir til frekari samvinnu við skólana, foreldrana og aðra aðila. Vonast er til að þekkingin sem varð til í rann¬sókninni komi til með að nýtast öðrum sem vinna að þróun tilboða fyrir margbreytilega hópa barna og unglinga.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of the research was to create a platform for children and youth workers to cooporate with the development of an inclusive leisure programme for ages 10–12. The research, called Having fun together, is part of a developing project which the researcher has been working on during the last years. The purpose of the research was to gain a new perspective on the project and give children and youth workers the opportunity to express their opinion and take active part in the development of the programme. The research was a participatory-action-research project where the researcher guided the research process and meanwhile examined his own practices. The main part of the research was conducted as an idea workshop, where 40 children and six youth workers met twice for four weeks to shape the content and organisation of the programme, explore opportunities and barriers for participation and develop ways of cooperation.
    The main conclusion of the research was that developing an inclusive programme is a cooperative process, where all cooperating partners take active part, gain new perspectives and learn from the process. It was possible to identify various opportunities in inclusive leisure programmes. They include the creative power of diversity, space and purpose for children to be together, children‘s and youth workers motivation for the programme, flexibility and freedom and in additon the youth workers abilites to show initiative, to listen, to react to situations, to deal with the unexpected and to learn from experience. The main benefit of the research was to develop ways for children and youth workers to cooporate. These ways will be introduced in form of a functional cooperation model in inclusive leisure programs.
    The reseach provided a good view of the projects current development and set the course for further work, development and policy making. Another benefit of the research is that it promoted discussion on the issue within the closer community and beyond. It opened ways for cooperation with schools, parents and others. It is hoped that the knowledge created through the research will come to help others working on developing inclusive programs for children and youth.

Samþykkt: 
  • 1.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-RJR-Gaman_saman.pdf3.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna